Fréttir

Stjórnarfundur 25.10.2011

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 25. október 2011 kl. 20:00

Mættir:
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Jón Gunnar Steinarsson
Hörður Svavarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Einngi sátu fundinn þau Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ og Anna Katrín Eiríksdóttir fulltrúi félagsins í NAC og Eurodopt.

Dagskrá:
1. Auka aðalfundur
2. Samnigur milli félagsins og umsækjneda
3. Önnur mál

1. Auka aðalfundur
Umræða og skipulag vegna auka aðalfundar þann 26.10. 2011. Undirbúningi lokið. Vigdís tekur að sér að semja okkur drög að stofnsamþykktum fyrir styrktarsjóð og æskulýðsfélag ættleiddra sem borið verður undir auka aðalfundinn hvort vinna beri að stofnun slíkra félaga.

2. Samningur milli ÍÆ og umsækjneda um ættleiðingu
Unnið hefur verið að samningi milli umsækjenda og ættleiðingarfélagsins síðan 2010 en vinnan grundvallast á forvinnu sem félagið Alþjóðleg ættleiðing vann að áður en það sameinaðist Íslenskri ættleiðingu en grunntexti samningsins er fenginn að láni frá norsku ættleiðingarfélagi.
Kristinn og Vigdís lögðu fram skjalið sem þau hafa verið með í vinnslu eftir síðustu umfjöllun og athugasemdir stjórnar ÍÆ. Samþykkt að senda þessi samningsdrög til umsagnar ráðuneytisins.

3. Önnur mál.

Fundi slitið um klukkan 21:30.


Svæði