Fréttir

Stjórnarfundur 25.11.1984

Mætt á fundinn voru Guðbjörg Alfreðsdóttir, María Pétursdóttir, Elín Jakobsdóttir, Birgir Sigmundsson og Sigurður Karlsson.
Rædd voru ýmis mál vegna hinnar skyndilegu opnunar í Sri Lanka og hvernig skyldi staðið að því hvernig fólki skyldi vera kynnt hvernig það ætti að bera sig að varðandi pappíra og annað sem þarf.
Sagt var frá dvöl Dammas Hordijk hér á Íslandi um miðjan þennan mánuð og hve allt virðist bjart um framtíðarhorfur þessa sambands.
Félaga- og biðlisti voru rædd og hvernig að biðlista skyldi staðið og var ákveðið að að mestu skyldi ráða hversu fljótt fólk væri tilbúið að fara og auk þess staða þess á biðlista þar eð álitið er að hann muni tæmast á svo skömmum tíma.
Þá voru ræddar tillögur stjórnar sem bera á upp á aðalfundi félagsins á morgun mánudaginn 26-11 skipulag fundarins ákveðið.

Sigurður Karlsson.


Svæði