Fréttir

Stjórnarfundur 28.06.2007

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 28. júní 2007, kl. 18:00
4. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2007
 
Mættir: Ingibjörg J., Karl Steinar, Ingibjörg B. Pálmi, Helgi og Arnþrúður. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
 
Fundur með Gunnari sendiherra í Kína
Gunnar var mjög jákvæður á þessum fundi. Hann stefnir að því að bjóða Mr. Lu hjá CCAA á fund með sér í haust. Gunnar vill fá upplýsingar um fjölda barna sem hafa verið ættleidd til Íslands og hvaðan í Kína þau koma til að setja sig betur inn í ættleiðingar til Íslands frá Kína fyrir þennan fund. Íslenska sendiráðið mun stimpla vegabréf barnanna sem koma heim í júlí en danska sendaráðið hefur séð um þetta hingað til. Gera má ráð fyrir að þetta flýti heimför fjöldskyldnanna um einn dag.
 
Afmælishátíð/ráðstefna
Gert er ráð fyrir að halda veglega upp á afmæli félagsins á næsta ári með ráðstefnu eða einhverju öðru. Mikilvægt er að nota þessi tímamót til að vekja athygli á félaginu opinberlega. Rætt var fram og til baka um möguleika en fyrst þarf að finna rétta fókusinn fyrir þennan viðburð, t.d hvað viljum við gera og hverjir munu koma að undirbúningi. Setja þarf saman undirbúningsnefnd og ákveðið að auglýsa á vefsíðu félagsins eftir áhugasömu fólki til starfa í nefndinni.
 
Hollvinasamtökin.
Pálmi talaði við Hólmfríði í fjáröflunarnefndinni um stofnun Hollvinasamtaka félagsins. Spurning um að safna frekar Hollvinum en að stofna sérstök samtök þar sem það er auðveldara í framkvæmd. Stofnun Hollvina verður gerð í tengslum við afmælishátíðina.
 
PAS nefndin
PAS nefndin stefnir að því að halda málþing eða fræðslukvöld í haust og þar verður reynt að fá Lene Kamm til að flytja fyrirlestur fyrir félagsmenn og jafnvel að bjóða fagaðilum, t.d. félagsráðgjöfum á þann fyrirlestur.
 
NAC fundur 21. til 23. september í Finnlandi
Gerður er fulltrúi félagsins í NAC. Hún er tilbúin til að fara á þennan fund í haust fyrir hönd félagsins. ÍÆ þarf að halda aðalfund NAC eftir tvö ár. Þá verður haldinn aðalfundur NAC, minni fundir og ýmsir fyrirlestrar. Mikil vinna getur farið í að skipuleggja svona fund en beinn kostnaður sem leggst á félagið ætti ekki að vera mikill. Ákveða þarf fyrir haustið hver verður eftirmaður Gerðar verður í NAC en hún ætlar að hætta sem fulltrúi í NAC eftir þennan fund.
 
Indland, Kína, Afríka og Pólland
Helgi kom með upplýsingar um barnaheimili í Póllandi sem hugsanlega er hægt að komast í samband við varðandi ættleiðingar. Helgi ætlar að skoða þetta mál aðeins betur.
 
Ekkert hefur heyrst frá dómsmálaráðuneytinu vegna stofnunar á nýju sambandi við Afríku. Dómsmálaráðuneytið ætlaði að hafa frumkvæðið af því að boða utanríkisráðuneytið vegna þessa máls.
 
Tengiliður sem Guðrún er í sambandi við vegna Eþíópíu vill vinna fyrir okkur. Guðrún hefur óskað eftir því að fá ættleiðingarlög Eþíópíu send en hefur ekki fengið nein viðbrögð ennþá. Ekki hefur fundist löggiltur þýðandi fyrir amharísku á Íslandi, en það tungumálið sem talað er í Eþiópíu.
 
Ekkert heyrist af starfsleyfi félagsins á Indlandi. Þetta er orðinn allt of langur afrgreiðslutími á leyfinu. Sendur verður nýr pakki til Indlands með gögnum fyrir starfsleyfið.
 
Að öllum líkindum eru að koma upplýsingar um barn frá Kólumbíu á næstu dögum. Fimm umsóknir eru í Kólumbíu núna, tvær á leiðinni út og þrjár í vinnslu á Íslandi.
 
Aðeins hefur komið kippur í umsóknir til Tékklands eftir að fyrsta ættleiðingin þaðan gekk í gegn í vor, en nú er verið að vinna tvær umsóknir til að senda þangað.
 
Allt útlit er fyrir að biðtími til Kína muni lengjast enn meira. Biðin er kominn upp í 19 mánuði frá því að umsókn er móttekin í Kína. Ef biðtíminn lengist enn meira má gera ráð fyrir að umsækjendur þurfi að endurnýja forsamþykkið á biðtímanum.
 
Persónuvernd
Fulltrúi frá Persónuvernd kemur fyrir 10. júlí til að skoða geymslu á persónulegum gögnum hjá ÍÆ. Íslensk lög segja að börnin eigi rétt á að hafa aðgang að þessum gögnum þegar þau eru komin á fullorðinsaldur en reglur frá NAC segja að aðeins megi geyma þau í ákveðinn tíma.
 
Biðtími
Þar sem biðtíminn eftir barni hefur lengst er spurning hvað félagið getur gert til að létta fólki biðina. Hugmynd kom upp um að hafa einhvers konar fræðslukvöld fyrir félagsmenn sem bíða og byggja þau upp með svipuðum hætti og námskeiðin fyrir þá sem ættleiða í fyrsta skipti eru byggð upp. Á slíkt kvöld yrði öllum boðið, líka þeim sem hafa ættleitt áður. Þá voru einnig hugmyndir um að halda hefðbundnari fræðslukvöld með góðum fyrirlesurum.
 
Vefsíðan
Stuttar fréttir frá skrifstofu verða skrifaðar af framkvæmdastjóra og settar inn af starfsmanni skrifstofunnar. Stærri fréttir og annað efni er skrifað og sett inn af ritsjórn vefsíðunnar.
 
Styrkir.
Búið er að biðja um fund með Hauki Guðmundssyni skrifstofustjóra dómsmálaráuneytisins þar sem ræða á styrk dómsmálaráuneytisins til félagsins. Einnig þarf að ræða ítarlegu sakarvottorðin á þeim fundi.
 
Ráðgert er að senda stærstu sveitarfélögunum beiðni um fjárstyrki vegna afmælis félagsins á næsta ári. Safna þarf tölulegum upplýsingum um fjölda ættleiddra barna í hverju sveitarfélagi fyrir sig til að senda með styrktarbeiðninni.
 
Skrifstofa
Kominn er tími á að mála skrifstofuna en það hefur ekki verið gert í sjö ár, eða síðan skrifstofan flutti í núverandi húsnæði.
 
Enginn fundur verður í júlí, næsti fundur verður 30. ágúst 2007. Fleira ekki rætt og fundi slitið.
 
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari

Svæði