Fréttir

Stjórnarfundur 28.08.2012

Stjórnarfundur 28.ágúst 2012

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 28.ágúst 2012 kl. 20:00

Mættir:

Anna K. Eiríksdóttir
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri skrifstofu og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn. Fundargerð seinasta fundar frestað.

Mál á dagskrá:
1. Fundargerð seinasta fundar
2. Samkomulag við verkefnastjóra um heimsókn frá kínverskum ættleiðingaryfirvöldum
3. Heimsókn frá kínverskum ættleiðingaryfirvöldum
4. Erindi er varðar rannsókn frá Heiðu Hraunberg meistaranema í félagsráðgjöf
5. Fjárhagsstaða félagsins
6. Önnur mál

1. Fundargerð seinasta fundar.
Fundargerð seinasta fundar frestað.

2. Samkomulag við verkefnastjóra um heimsókn frá kínverskum ættleiðingaryfirvöldum
Ingibjörg Valgeirsdóttur var falið þetta verkefni.

3. Heimsókn frá kínverskum ættleiðingaryfirvöldum
Farið yfir frumdrög að dagskrá vegna heimsóknar kínverskra ættleiðingaryfirvalda í september.

4. Erindi er varðar rannsókn frá Heiðu Hraunberg meistaranema í félagsráðgjöf
Lagt fyrir og samþykkt.

5. Fjárhagsstaða félagsins
Fjárhagsstaða félagsins rædd.

6. Önnur mál
Drög að dagskrá skemmtinefndar lögð fram.
Vikuskýrsla síðustu viku lögð fram.

Fundi slitið kl. 21.45
Fundargerð ritaði: Ragnheiður


Svæði