Fréttir

Stjórnarfundur 29.06.2010

Fundargerð stjórnarfundar ÍÆ
Þriðjudaginn 29. júní 2010 kl. 20:30

Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Karl Steinar Valsson
Pálmi Finnbogason

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri sat einnig fundinn.

Dagskrá fundarins:
1. Samkomulag um sameiningu ættleiðingarfélaga
2. Umræða á Alþingi um alþjóðlegar ættleiðingar
3. Tengiliður stjórnar við Pasnefnd
4. Starfsmannahald og orlofsmál
5. Samningur við umsækjendur
6. Eftirfylgniskýrslur - næstu skref
7. Önnur mál

1. Samkomulag um sameiningu ættleiðingarfélaga.
Undirritaður samningur lagður fram um sameiningu ÍÆ og AÆ og tók sameinað félag formlega til starfa þann sama dag. Ákveðið að senda formlegt erindi til ráðuneytisins um sameiningu félaganna eins og lög gera ráð fyrir.

2. Umræða um Alþingi um alþjóðlegar ættleiðingar.
Ákveðið að senda ráðherra bréf til að vekja athygli á því að ÍÆ er tilbúið að taka að sér þá vinnu sem ráðuneytið þarf að taka að sér vegna svokallaðra sjálfstæðra (independent) ættleiðinga.

3. Tengiliður stjórnar við PAS nefnd.
Talsmaður Pasnefndar óskaði eindregið eftir því að stjórn Í.Æ. skipi tengilið við nefndina. Guðrún Jóhanna kjörin tengiliður við PAS. Hörður upplýsir PAS um tengiliðinn.

4. Starfsmannahald og orlofsmál
Ljóst er að leysa þarf fjarverur framkvæmdastjóra í fríum og annarri fjarveru. Lausnin felst í því að ráða inn starfsmann í hlutastarf, jafnvel fullt starf. Framkvæmdastjóri falið að setja saman starfslýsingu.

5. Samningur við umsækjendur.
Ræddar nokkrar breytingar á samningnum, Elín lagfærir hann í takt við umræddar breytingar og stefnt að koma honum í notkun sem allra fyrst.

6. Eftirfylgniskýrslur
Þær skýrslur sem komnar eru á tíma þarf að ljúka við og koma út til viðeigandi landa sem fyrst. Gríðarlega mikilvægt er að virða tímamörkin sem gefin eru á skýrslurnar.

7. Önnur mál

a. Innheimta félagsgjalda; senda út félagsgjöld fyrir 7. júlí n.k. Setja tilkynningu á heimasíðuna.
b. PAS nefnd hyggur á málþing um ættleiðingar á haustinu. Áætlun þeirra samþykkt eins og hún er framlögð. Stjórn afar ánægð með störf nefndarinnar.
c. Skemmtinefnd; óskað er eftir hjálp við undirbúning við útileguna. Fleira fólk vantar inn í skemmtinefndina. Birta á heimasíðunni og Facebook.
d. Senda bréf til einhleypra umsækjenda á hliðarlista og vekja athygli á sameiningarsamningi milli ÍÆ og AÆ og hvetja til að vinna í sínum málum. Áætlað að senda bréfið út innan viku. Karen aðstoðar við málið.
e. Indland; málin rædd þar og ákveðin næstu skref ákveðin með tilliti til stöðu mála þar í landi.

Fundi slitið kl. 23:25

Elín Henriksen


Svæði