Fréttir

Stjórnarfundur 29.4.1980

Fundur stjórnar 29.4.'80.

Fundarefni var bréf frá Hollis v/ Mauritius-eyja og sendi hann einnig ljósrit af bréfi sem honum barst frá Mr. Harold Johnson, sem er aðilinn sem Hollis hefur skrifast á við v/ Mauritiusar-eyja. Mr. H. Johnson bauðst í bréfi sínu til að hitta Hollis og fulltrúa Ísl. ættl. í K.höfn eða Amsterdam, til  frekari viðræðna. Stjórnin ákvað að biðja Svavar Sigmundsson, sem er búsettur í K.höfn að vera fulltrúi fél. í þessum umræðum, sem fram færu í K.höfn. Svavari var síðan sendur langur spurningarlisti m.a. um útlit barnanna, kostnað og fl. ef komið yrði með þau til Ísl.
Gylfi Már sagði stjórninni frá fundi sínum og fræðslunefndar félagsins við sendiherra Kóreu á Ísl. Hann var til viðræðu um menningarleg samskipti, en (ólæsilegt) þegar ættleiðingarmálið var borið upp.

Guðrún H. Soderholm


Svæði