Fréttir

Stjórnarfundur 30.10.2008

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 30. október 2008, kl. 17:00
8. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2008
 
Mættir: Ingibjörg J., Ingibjörg B., Kristjana, Finnur, Freyja, Helgi og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
 
Fundurinn hófst á því að fundarmenn samþykktu síðustu fundargerð með nokkrum athugasemdum
 
Fjárhagsstaðan
Vegna efnahagsástandsins á Íslandi er óljóst hvort beiðni ÍÆ um fjárframlag til félagsins frá ríkissjóði verður samþykkt óbreytt eða hvort framlagið verður skorið niður.  Stjórnin gerir sér grein fyrir að staðan er alvarleg og allir möguleikar á endurskipulagningu  í rekstri félagsins verða skoðaðir.  
 
Rætt um að blása lífi í Hollvini ÍÆ, verkefni sem stjórnin vann að fyrir einhverjum mánuðum en hefur legið í dvala. Hollvinir ÍÆ er styrktaraðilakerfi fyrir starfsemi ÍÆ.
 
Biðlistagreiðslur, milligreiðslur og lokagreiðslur til félagsins vegna ættleiðinga hafa verið óbreyttar í nærri tvö ár þó svo að stjórnin hafi ákveðið við síðustu hækkun að þessar greiðslur ætti að endurskoða með reglulegu millibili og hækka með tilliti til hækkunar neysluvöruvísitölu. Þessi fyrri ákvörðun stjórnar verður sett í framkvæmd hið fyrsta.
 
Umræður um stofnun áhættusjóðs, en framlög í hann væru 10% af greiðslum vegna ættleiðinga. Svona sjóður hefur verið stofnaður hjá einhverjum aðildarfélögum NAC.  
 
Kólumbía
Ráðstefna um ættleiðingar í Kólumbíu 4. – 5. nóvember. Okkar lögfræðingur í Kólumbíu mun sækja þessa ráðstefnu og verður fullrúi ÍÆ. Ráðstefnan var tilkynnt með mjög stuttum fyrirvara og ÍÆ getur því ekki sent fulltrúa úr stjórn félagsins á þessa ráðstefnu.
 
Nepal
ÍÆ hefur fengið svar frá Nepal þar sem óskað er eftir loforði fyrir 10.000$ dollara greiðslu á ári sem ætlað er til góðgerðarmála vegna barna með sérþarfir í Nepal. Loforð fyrir þessari greiðslu opnar ættleiðingarsamband ÍÆ við Nepal. Samþykkt að óska eftir frekari upplýsingum frá Nepal og einnig að senda loforð fyrir þessum greiðslum.
 
Sendinefnd frá Kína
Sendinefndin frá CCAA og BLAS var hér á landi m.a. til að kynna ferðir fyrir ættleidd börn til upprunalandsins. Sendinefndin var með hugmynd um að ÍÆ yrði milliliður í skipulagningu á svona ferðum fyrir fjölskyldurnar. Stjórnin tók vel í þessa hugmynd og ætlar og koma þessu í framkvæmd. Margt fleira var rætt á fundum með sendinefndinni og leitað svara við helstu spurningum er varða ættleiðingarmálin.
 
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
 
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari

Svæði