Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 02.12.2004

kl. 20:15.

Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.

Fundargerð.

NAC-fundurinn á Íslandi.
Fundurinn gekk mjög vel og voru allir þátttakendur ánægðir.
Gerði var þakkað fyrir gott skipulag og undirbúning.

Groza er tilbúinn til að koma hingað aftur og þarf að kanna hvort vilji sé fyrir því innan Háskólans. Ingibjörg mun skoða málið með Háskólanum.

Rannsókn á vegum Kennaraháskólans
Búið er að senda bréf til hópa sem komu heim 2002 og 2004 vegna rannsóknarinnar á vegum Kennaraháskólans. Góð svörun hefur verið við beiðninni miðað við að stuttur tími er liðinn.

Bréf um styrk til ættleiðenda
Bréfið er að hefja sinn annan hring innan kerfisins. Komið hefur svar frá Forsætisráðuneytinu, sem vísa málinu til ráðuneytis Heilbrigðis- og tryggingarmála.

Pune
Mikið rætt og mismunandi skoðanir sem komu fram. Það vantar sárlega upplýsingar hvað valdið hafi því að samstarfi norrænu félaganna við barnaheimilið hafi verið hætt. Reynum að fá einhverjar upplýsingar frá erlendum kollegum. Vörpum síðan boltanum til Dómsmálaráðuneytisins.

Fræðsla.
Rætt og samþykkt að fela Ingibjörgu Birgisdóttur frekari undirbúning að fyrirlestri á vegum Dr. Federici.

Innsent bréf
Bréf frá fólki sem er að ættleiða frá Rússlandi og óskar eftir að fá fræðslu á vegum félagsins. Þau eru í forsamþykkisferlinu og eru félagsmenn. Það þarf að taka ákvörðun um hvaða þjónustu hægt er að láta þeim í té og gjald fyrir það. Ákvörðun um málið, frestað.
.

Nýja heimasíðan.
Það vantar að undirbúa lokað svæði á síðunni og ákveða hvað eigi að vera þar undir.
Ingibjörg og Ásta taka að sér að yfirfara skjölin sem komin eru.

Fleira var ekki rætt á þessum fundi.


Svæði