Fréttir

Stjórnarmenn í ÍÆ

Við breytingar á samþykktum ÍÆ sem gerðar voru á Aðalfundi árið 2006 var ákveðið að framboð til stjórnarkjörs skuli tilkynna til skrifstofu ÍÆ a.m.k. tveimur vikum fyrir stjórnarfund.

Í reglugerð um ættleiðingarfélög segir m.a.
Stjórnarmenn félags, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Þeim ber einkum að hafa góða þekkingu á ákvæðum Haagsamningsins og íslenskum lögum og reglum um ættleiðingar en einnig á lögum samstarfsríkja félagsins.

Fimm gáfu kost á sér til setu í stjórn félagsin sem kjörin var á aðalfundi í félagsins í kvöld, þau eru:
Elín Henriksen
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir
og Þorkell Ingi Ingimarsson.

Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta. Hætti stjórnarmaður á kjörtímabili tekur varamaður sæti hans að öðrum kosti er félagsfundi heimilt að kjósa annan í hans stað.

Í leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum í kvöld urðu úrslit þau að Elín Henriksen og Hörður Svavarsson voru endurkjörin í stjórn. Sigrún María Kristinsdóttir var einnig kosin í stjórnina. Elísabet Hrund Salvarsdóttir var kosin varamaður til tveggja ára og Þorkell Ingi Ingimarsson varamaður til eins árs.

Stjórn ÍÆ er því þannig skipuð fram í mars 2013 þegar aðalfundur félagins fer aftur fram.
Ágúst Guðmundsson - agust (hjá) medica.is
Anna Katrín Eiríksdóttir - annaka (hjá) kopavogur.is
Árni Sigurgeirsson - arnisigurgeirsson (hja) gmail.com
Elín Henriksen - elinh14 (hjá) gmail.com
Hörður Svavarsson - hordur (hjá) isadopt.is
Sigrún María Kristinsdóttir - sigrunkrist (hjá) gmail.com
Vigdís Ósk Sveinsdóttir - vigdis (hjá) justice.is
og varamenn eru eins og áður segir þau Elísabet Hrund Salvarsdóttir og Þorkell Ingi Ingimarsson.

Þeir sem vilja senda stjórnarmönnum póst, öllum í einu,
geta notað netfangið - stjorn (hjá) isadopt.is


Svæði