Fréttir

Straumar og stefnur á Indlandi / NAC

Fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar

Annar fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólans) þriðjudaginn 5. mars kl. 20:00 – 22:00.
Hörður Svavarsson og Kristinn Ingvarsson munu segja frá ráðstefnu CARA um ættleiðingar frá Indlandi og heimsókn Innanríkisráðherra til ISRC í Kolkata.
Anna Katrín Eiríksdóttir fulltrúi ÍÆ í stjórn NAC mun einnig segja frá síðasta fundi samtakanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn á dögunum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Frítt fyrir félagsmenn en kr. 1000 fyrir þá sem eru ekki skráðir í félagið

Hér er hægt að nálgast auglýsingu fyrir fræðslufyrirlesturinn.


Svæði