Fréttir

Þjóðhátíðardagur Indlands

Sendiherra Indlands á Íslandi Rajiv Kumar Nagpal hélt uppá þjóðhátíðardag Indlands með pomp og prakt 26. janúar síðastliðinn. Sendiherrann bauð formanni og framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar til hátíðarhaldanna til að styrkja tengsl félagsins við sendiráðið, en 164 börn hafa verið ættleidd frá Indlandi til Íslands. 

 Hátíðin var sérlega glæsileg og hjartnæm, en sendiherrann fór mörgum orðum um gott samstarf Íslands og Indlands. Sendiherrann vildi koma því á framfæri við félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar að þeir væru velkomnir í Yoga í sendiráðinu, en sendiherrann hefur fengið yoga kennara frá Indlandi til að tryggja aðgengi Íslendinga af þessar rótgrónu heilsubót. Sjálfur telur sendiherrann Yoga vera allra meina bót, en hann hóf að stunda Yoga fyrir rúmum fjórum árum. 

Yoga kennaranum er margt til lista lagt því hún söng eins og engill fyrir gesti sendiherranns. 

Hægt er að skrá sig í Yoga tímanna hér. Allir geta skráð sig og er frítt inn á meðan húsrúm leyfir. 


Svæði