Fréttir

Um afdrif ættleiddra barna

Í Læknablaðinu 1. tbl. 2012 er grein eftir Málfríð Lorange og félaga undir yfirskrftinni, Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá. Grein byggir á úrvinnslu gagna sem safnað var með spurningalistum í árslok 2005, 276 voru í úrtakinu og 130 svöruðu eða 47%. Greinina er hægt að sækja í heild sinni á vefslóð Læknablaðsins.

Ályktun höfunda er að niðurstöðurnar bendi til þess að börnum sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur sé hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda samanborið við almennt þýði. Niðurstöðurnar styðja að leggja beri áherslu á að börn sem eru ættleidd erlendis frá til Íslands komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun.

Nánar verður fjallað um rannsóknina á vettvangi félagsins síðar.


Svæði