Fréttir

Útilega Í.Æ. 15.-17. júlí 2011

Húsabakki í Svarfaðardal
Húsabakki í Svarfaðardal

Í ár verður útilega Í.Æ. á Húsabakka í Svarfaðardal. Þar erum við með bókaða alla aðstöðuna; stóran íþróttasal, eldhús, innigistingu og tjaldstæði.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Á laugardeginum verður ratleikur, pylsugrill í hádeginu, nammikarlinn, sameiginlegt grill um kvöldið og diskótek. Á sunnudeginum ætlum við að hittast í matsalnum klukkan 11:00 og þá koma allir með eitthvað á kaffiborðið svo við getum átt góða stund saman áður en haldið er heim.
Bautinn sér um sameiginlegt grill á laugadagskvöldinu og er matseðillinn eftirfarandi:

Marineraðar lambasneiðar „Wild pepper“
Kjúklingabringur „BBQ“
Bleikja með mangó og kóriander
Meðlæti:Baguette, bakaðar kartöflur, kartöflusalat, sumarsalat með vínberjum, tómötum og sultuðum rauðlauk, hvítlaukssósa og heit sveppasósa.
Pylsur eru í boði fyrir þau börn sem vilja.

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum skrifstofu ÍÆ. Hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst og eigi síðar en 6. júlí. Til að skrá sig og sína skal senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is 
Eftirfarandi þarf að koma fram í póstinum:
- Nafn og kennitala greiðanda
- Fjöldi fullorðinna og barna og aldur barna
- Hvort gist er, fyrirkomulag gistingar og fjöldi nótta
- Hvort taka eigi þátt í grilli eða ekki.
ÍÆ mun svo senda greiðsluseðil í heimabankann sem þarf að greiða fyrir útileguna.

Verðskrá:
Þátttökugjald (innifalið pylsugrill og smá glaðningur fyrir börnin). 1500 kr. fyrir fullorðna frítt fyrir börn 
Tjald á nótt 1000 kr.
Tjaldvagn/fellihýsi á nótt 1500 kr.
Innigisting fyrir fullorðna á nótt 1575 kr. frítt fyrir börn yngri en 6 ára
Innigisting fyrir börn eldri en 6 ára á nótt 1050 kr.
Grill fyrir fullorðna og börn 13 ára og eldri 2950 kr. frítt fyrir börn yngri en 6 ára
Grill fyrir börn 6-12 ára 1475 kr.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Skemmtinefnd ÍÆ


Svæði