Fréttir

ÍÆ gengur á varasjóð

ÍÆ gengur á varasjóð
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur sent Innanríkisræaðuneytinu tilkynningu um að ganga þurfi á varasjóð félagsins. Þær ráðstafanir kunna að hafa í för með sér að þegar félagið verður lagt niður verða ekki öruggar rekstrarforsendur til að ljúka málum er kunna að vera til meðferðar á vegum félagsins á þeim tíma. Þetta táknar að Islensk ættleiðing er enn í þeim samdráttar og frágangsferli sem hófst fyrir tveimur mánuðum þegar aðalfundi félagsins var frestar vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið.
Lesa meira

Vísir - Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa

„Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan," segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra. Félagið hætti að bjóða upp á námskeiðin fyrir um mánuði vegna þess að ekki hafa náðst samningar við stjórnvöld um fjárframlög. Mánuði fyrr hafði félagið frestað aðalfundi sínum af sömu ástæðu. Tinna segir að sér finnist ráðuneytið hafa verið allt of lengi að bregðast við. „Ef það eru til peningar til að endurnýja bílaflota ráðherra þá eru til peningar til að styrkja Íslenska ættleiðingu og halda þessi námskeið," segir hún.
Lesa meira

Vísir.is - Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu

Vísir.is - Íslensk hjón bíða eftir barni í Kólumbíu
Íslensk hjón hafa dvalið í Kólumbíu í rúma fjóra mánuði og beðið eftir að ættleiða kólumbískt barn. Ættleiðingin hefur dregist úr hófi fram og hafa íslensk yfirvöld blandað sér í málið. Hjónin fóru til Kólumbíu í lok síðasta árs til að sækja barn sem tilkynnt hafði verið að þau gætu ættleitt. Íslendingar hafa áður ættleitt börn frá Kólumbíu án vandkvæða. Málið nú hefur hins vegar tafist mánuðum saman hjá héraðsdómstóli í Kólumbíu þar sem endurtekið er kallað eftir frekari gögnum, og málið ekki afgreitt. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er einsdæmi að mál tefjist þetta lengi. Algengt er að verðandi foreldrar dvelji í um tvær til fjórar vikur í því landi sem þeir fara til vegna ættleiðinga.
Lesa meira

Svæði