Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Í leit að uppruna
28.05.2012
Þriðjudaginn 29. maí munu félagar Íslenskrar ættleiðingar fá tækifæri til að horfa saman á heimildarmyndina Ingen Svensson Längre en í henni er sögð saga Emilio Cuesta sem ættleiddur var frá Kólumbíu til Svíþjóðar og leit hans að uppruna sínum.
Í lok myndarinnar gefst kostur á að spjalla um upprunaleit og hvernig Íslensk ættleiðing getur stutt við félagsmenn sína. Umræðunum stýra Árni Sigurgeirsson og Vigdís Ósk Sveinsdóttir, sem bæði eru í stjórn félagsins. Þau eru bæði ættleidd frá Indónesíu
Sýningin hefst kl. 20:00 í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg.
Lesa meira
Stjórnarfundur 23.05.2012
23.05.2012
1. Tillaga að vinnureglum fyrir stjórnarfundi
2. Starfsemi skrifstofu (ráðning starfsmanns)
3. Ættleiðingar frá Kólumbíu (erindi félagsmanna)
4. Upprunaleit (erindi frá framkvæmdastjóra)
5. Önnur mál
Lesa meira
Mbl - Ganga þarf á varasjóð
21.05.2012
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur sent innanríkisráðuneyti tilkynningu um að ganga þurfi á varasjóð félagsins og að þær ráðstafanir kunni að leiða til þess að ekki verði rekstrarforsendur til að ljúka málum er kunna að vera til meðferðar á vegum félagsins á þeim tíma þegar félagið verður lagt niðu
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.