Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Íslensk ættleiðing í fréttum
30.03.2012
Eftir félagsfund Íslenskrar ættleiðingar, sem haldinn var miðvikudaginn 28. mars 2012 hefur félagið verið mikið í fréttum. Hér eru slóðir á helstu fréttir sem birst hafa:
Lesa meira
RÚV - Íslensk ættleiðing bíður ákvörðunar
29.03.2012
Óvíst er með framhald ættleiðinga erlendis frá, vegna fjárhagsstöðu eina félagsins hér á landi sem annast ættleiðingar. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar, segir að félagið vanti tugi milljóna króna í fjárveitingar frá hinu opinbera.
Lesa meira
Skorað á ríkisstjórn
29.03.2012
Fjölmennur félagsfundur Íslenskrar ættleiðingar, sem haldinn var miðvikudaginn 28. mars 2012, samþykkti eftirfarandi ályktun:
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar hefur frá árinu 2009 staðið í viðræðum við Innanríkisráðuneytið vegna beiðni um aukin fjárframlög til félagsins. Enginn ágreiningur er á milli aðila um þau verkefni sem ættleiðingarfélaginu er falið að annast með vísan til laga og reglugerða, né er uppi ágreiningur um hvað það kostar að sinna þeim verkefnum. Framlög til ættleiðingarfélagsins eru í engu samræmi við þennan kostnað. Innanríkisráðherra lagði fram minnisblað fyrir ríkisstjórnarfund hinn 9. mars 2012 þar sem málefni ættleiðingarfélagsins voru rædd. Ekkert kom út úr þeim fundi. Blasir því við að ættleiðingarfélagið þurfi að hætta við verkefni sem getur sett tilvist þess og hagsmuni félagsmanna í mikla óvissu. Þjónusta til félagsmanna verði skorin niður og ættleiðingarsambönd við erlend ríki sett í hættu.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.