Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Jákvæðar fréttir frá Kína
16.07.2010
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn frá 26. apríl 2006 til og með 9. maí 2006.
Lesa meira
VÍSIR - Erum eftirbátar í ættleiðingum
08.07.2010
Íslensk ættleiðing og Alþjóðleg ættleiðing hafa verið sameinuð undir merkjum Íslenskrar ættleiðingar. Í tilkynningu segir að nú aukist möguleikar umsækjenda til að ættleiða barn í upphafi umsóknarferils. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð fyrir fimmtán mánuðum og hlaut löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar frá Póllandi en ekkert barn var ættleitt fyrir tilstilli félagsins.
„Ísland er mikill eftirbátur annarra Norðurlanda á þessu sviði og ekki er hægt að una við langa biðlista eftir barni hér innanlands, meðan staðfest er að yfirgefnum og munaðarlausum börnum í heiminum er ekki að fækka," segir í tilkynningunni. - gar
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.