Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hjartans mál - Spjallkvöld
11.01.2010
Í janúar verða á dagskrá hjá PAS-nefnd Íslenskrar ættleiðingar spjallkvöldin Hjartans mál á Akureyri og í Reykjavík.
Lesa meira
Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni
06.01.2010
Þann 28. janúar 2010 kl. 20 heldur Páll Matthíasson geðlæknir erindi um hamingjuna fyrir Íslenska ættleiðingu. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir alla, en þeir sem bíða eftir barni til ættleiðingar eru sérstaklega velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar á netfangið pas@isadopt.is fyrir 20. janúar.
Lesa meira
Tugir barna til Evrópu á ári
04.01.2010
Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning um ættleiðingar frá Filippseyjum til Íslands. Félagið Íslensk ættleiðing hefur fengið löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingarnar, segir Hörður Svavarsson, formaður félagsins.
„Landið er ekki mjög stórt ættleiðingarland, en það væri líka rangt að segja að ættleiðingar þaðan séu fátíðar," segir Hörður.
Nokkrir tugir barna frá Filippseyjum hafa verið ættleidd í Evrópu á ári hverju undanfarið. Skilyrði um lágmarksaldur eru heldur rýmri þar í landi en annars staðar, og þurfa væntanlegir kjörforeldrar að vera 27 ára eða eldri. Biðtími eftir barni er svipaður og hjá öðrum samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar, um þrjú ár.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.