Fréttir

Hjartans mál - Spjallkvöld

Hjartans mál - Spjallkvöld
Í janúar verða á dagskrá hjá PAS-nefnd Íslenskrar ættleiðingar spjallkvöldin Hjartans mál á Akureyri og í Reykjavík.
Lesa meira

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni

Vangaveltur um hamingjuna - ráð í biðinni löngu eftir barni
Þann 28. janúar 2010 kl. 20 heldur Páll Matthíasson geðlæknir erindi um hamingjuna fyrir Íslenska ættleiðingu. Fyrirlesturinn er áhugaverður fyrir alla, en þeir sem bíða eftir barni til ættleiðingar eru sérstaklega velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku ykkar á netfangið pas@isadopt.is fyrir 20. janúar.
Lesa meira

Tugir barna til Evrópu á ári

Tugir barna til Evrópu á ári
Íslensk stjórnvöld hafa gert samstarfssamning um ættleiðingar frá Filippseyjum til Íslands. Félagið Íslensk ættleiðing hefur fengið löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingarnar, segir Hörður Svavarsson, formaður félagsins. „Landið er ekki mjög stórt ættleiðingarland, en það væri líka rangt að segja að ættleiðingar þaðan séu fátíðar," segir Hörður. Nokkrir tugir barna frá Filipps­eyjum hafa verið ættleidd í Evrópu á ári hverju undanfarið. Skilyrði um lágmarksaldur eru heldur rýmri þar í landi en annars staðar, og þurfa væntanlegir kjörforeldrar að vera 27 ára eða eldri. Biðtími eftir barni er svipaður og hjá öðrum samstarfslöndum Íslenskrar ættleiðingar, um þrjú ár.
Lesa meira

Svæði