Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Breyttur skrifstofutími
19.12.2009
Vegna breytinga verður skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar lokuð milli jóla og nýárs. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 4. janúar 2010 en þá verður kynntur nýr og aukinn þjónustutími.
Lesa meira
Bætt aðgengi að listum barna með skilgreindar sérþarfir frá CCAA í Kína
17.12.2009
China Center of Adoption Affairs hefur sent Íslenskri ættleiðingu tilkynningu um bætt aðgengi að listum stofnunarinnar yfir börn með skilgreindar sérþarfir. Framvegis verður send til okkar tilkynning fyrirfram um hvenær næsti listi verður aðgengilegur til yfirferðar fyrir skrifstofu Í.Æ.
Lesa meira
Við skoðum Tæland
16.12.2009
Þessa dagana er erindreki á vegum Íslenskrar ættleiðingar í Tælandi að kanna möguleika á tengslum við stofnanir þar í landi.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.