Fréttir

Undirbúningsnámskeið

Verið er að vinna að undirbúningi námskeiðs sem haldið verður 21. - 22. ágúst og 19. september ef nóg þátttaka fæst.
Lesa meira

Mbl - Innlendar hindranir tefja ættleiðingar

Mbl - Innlendar hindranir tefja ættleiðingar
Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar hefur sent frá sér yfirlýsinu í tilefni af fréttaflutningi um bið eftir ættleiðingum þar sem hann segir ekki allskostar rétt að vandinn sé alþjóðlegur og að framleiðni í dómsmálaráðuneytinu virðist lítil og starfsemin hægvirk.
Lesa meira

Vísir - Bið eftir ættleiðingu lengist

Ættleiðing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú þurfa tilvonandi foreldrar að bíða í allt að fjögur ár. Líklegra er að biðtíminn lengist en Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftir­­spurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum," segir hún.
Lesa meira

Svæði