Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Velkomin heim
02.06.2009
Þann 29. maí komu heim 2 drengir frá Heilongjiang og Jiangsu í Kína.
Lesa meira
Morgunblaðið - Einhleypir geta ættleitt
30.05.2009
Íslendingar fá að ættleiða tíu börn frá Nepal *Ísland með fyrstu löndum sem gera samning *Mjög hefur hægt á ættleiðingum frá Kína að undanförnu
Nýlega fékk Íslensk ættleiðing löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingu á börnum frá Nepal, en reglurnar þar gera einhleypum loks aftur fært að ættleiða börn.
„ÞAÐ er sannarlega mjög ánægjulegt að Nepal skuli leyfa einstæðum að sækja um að ættleiða barn. En það hefur engin einstæður sótt um að ættleiða barn frá því þau góðu tíðindi bárust fyrr í mánuðinum að Íslensk ættleiðing hefði fengið löggildingu til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Nepal, enda er þetta svo nýtilkomið að margir vita ekki enn af þessu,“ segir Hörður Svavarsson formaður stjórnar Íslenskrar ættleiðingar.
Hörður segist vita til þess að einhverjir einstæðir séu í startholunum. Þeir hafi ekki lagt út í það að sækja um síðustu tvö árin af því lokað var fyrir þann möguleika hjá Kína 1. maí árið 2007 að einstæðir gætu ættleitt börn.
Lesa meira
Undirbúningsnámskeið
29.05.2009
Verið er að vinna að undirbúningi námskeiðs sem haldið verður 5.-6. júni og 20. júní ef nóg þátttaka fæst.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.