Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Vísir - Tugir hjóna að falla á tíma
06.06.2009
Íslensk ættleiðing og Foreldrafélag ættleiddra barna hafa lagt til við dómsmálaráðherra að aldurshámark verði fellt úr reglugerð um ættleiðingar og miðað verði við aldurshámark upprunaríkisins, segir í nýju fréttariti Íslenskrar ættleiðingar.
Eins og staðan er í dag eru tugir íslenskra hjóna sem vilja ættleiða barn að falla á tíma vegna innlends aldurshámarks. Núverandi hámark er 45 ár, en er í flestum löndum hærra. Nokkur ár getur tekið að bíða eftir að ættleiðing barns gangi í gegn og ef það gerist ekki fyrir 45 ára aldur missa hjónin möguleikann á ættleiðingu.
Lesa meira
Stjórnarfundur 03.06.2009
03.06.2009
1. Húsnæðismál
2. Skipurit ÍÆ
3. Fulltrúar ÍÆ í Nordic Adoption Council og EurAdopt
4. Fjárhagsáætlun
5. Önnur mál - NAC fundurinn, Útilega ÍÆ, Nepal staðan, Makedónía, Rýnihópar
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.