Fréttir

Adopting the hurt child - Höfundar: Gregory C. Keck, Ph.D., and Regina M Kupecky, Ls.W.

Adopting the hurt child - Höfundar: Gregory C. Keck, Ph.D., and Regina M Kupecky, Ls.W.
Fewer and fewer families today are able to bring home a healthy newborn infant. The majority of adoptions now involve emotionally wounded, older children who have suffered the effects of abuse or neglect in their birth families and carry complex baggage with them into their adoptive families. ADOPTING THE HURT CHILD addresses the frustrations, heartache, and hope surrounding the adoptions of these special-needs kids. Written in a non-technical style accessible to a diverse audience, this book brings to light the grim truths, but also real hope that children who have been hurt - and often hurt others - can be healed and brought back into life by the adoptive and foster parents, therapists, teachers, social workers, and others whose lives intersect with theirs.
Lesa meira

Óskabörn - Höfundur: Sigrún María Kristinsdóttir

Óskabörn - Höfundur: Sigrún María Kristinsdóttir
Ættleiðing er viðkvæmt og afdrifaríkt ferli fyrir lítið barn sem eflaust mun allt sitt líf velta reglulega fyrir sér uppruna sínum og örlögum. Viðmælendur Sigrúnar Maríu Kristinsdóttur eru fagfólk, ættleiddir einstaklingar og fjölskyldur þeirra. Miklu máli skiptir að hugað sé að öllum þáttum allt frá því kjörforeldrar ákveða að ættleiða barn og að sérfræðingar á borð við kennara, leikskólakennara, barnalækna og félagsfræðinga, séu samtaka í ættleiðingarferlinu og kynni sér það frá öllum hliðum. Sigrún María tekur hér saman mikilvægar upplýsingar varðandi alla þessa þætti. Meðal þess sem hún fjallar um er umsókn foreldra, ferðirnar út til að sækja börnin, þroski barnanna og uppeldi. Einnig er fjallað um huglægu þættina og þær tilfinningar og hugsanir sem bærast innra með börnunum og kjörforeldrunum. Viðmælendur Sigrúnar Maríu eru fagfólk, ættleiddir einstaklingar og fjölskyldur þeirra. Sögurnar í bókinni eru einlægar, heiðarlegar og upplýsandi svo bókin er í senn yfirgripsmikill leiðarvísir og hvetjandi lesning fyrir alla sem hafa áhuga á efninu, þekkja til ættleiddra barna eða tengjast þeim á einhvern hátt.
Lesa meira

Árin sem enginn man - Höfundur: Sæunn Kjartansdóttir

Árin sem enginn man - Höfundur: Sæunn Kjartansdóttir
Við munum ekki eftir fyrstu mánuðunum í lífi okkar, jafnvel ekki fyrstu tveimur til þremur árunum. Þó hafa rannsóknir í taugavísindum og athuganir á sálarlífi fullorðinna leitt æ betur í ljós að einmitt þessir mánuðir og ár hafa varanleg áhrif á allt líf okkar þaðan í frá. Þá er heilinn í örustum vexti og galopinn fyrir áhrifum umhverfisins, öll reynsla ungbarnsins hefur bein áhrif á sjálfsmynd þess og samband við aðra. Alúð og örvandi umönnun er endurgoldin með ótrúlegum þroska. Samskipti okkar við annað fólk og reynsla síðar á ævinni skiptir líka máli en ekkert jafnast á við fyrstu tengslin því þau veita mikilvæga undirstöðu undir allt lífið framundan. Árin sem enginn man er brýn bók fyrir foreldra ungra barna og alla þá sem annast lítil börn.
Lesa meira

Svæði