Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fleiri góðar fréttir
02.08.2007
Nú eru komnar upplýsingar um barn í Kólumbíu sem þeim hjónum sem lengst hafa átt umsókn þar í landi bíðst að ættleiða. Þau koma væntanlega heim með barn sitt í lok september. Allt ferlið í Kólumbíu hefur tekið um það bil 2 1/2 ár.
Lesa meira
Góðar fréttir
31.07.2007
Góðar fréttir eru af ættleiðingum barna frá Kína. Staðan er þannig að 5 börn eru væntanleg heim frá Kína á næstu vikum og von er á fleiri börnum á næstu mánuðum.
Lesa meira
Færri ættleiða frá Kína vegna hertra krafna
19.07.2007
Kínverjar gera minni kröfur til umsækjenda sem vilja ættleiða fötluð börn, en til þeirra sem vilja ættleiða heilbrigð börn.Umsóknum hefur fækkað eftir að kröfur til umsækjenda voru hertar í maí síðatliðnum.
Kínverjar gera minni kröfur til umsækjenda sem vilja ættleiða fötluð börn, en til þeirra sem vilja ættleiða heilbrigð börn.Umsóknum hefur fækkað eftir að kröfur til umsækjenda voru hertar í maí síðatliðnum.
Nýjar Kínverskar reglur sem tóku gildi 1.maí síðastliðinn gera mun meiri kröfur en áður var til foreldra sem vilja ættleiða börn þaðan. Í ágúst næstkomandi verður í fyrsta skipti tekið á móti börnum frá Kína sem eru með einhverskonar sérþarfir eða fatlanir, en minni kröfur eru gerðar til foreldra sem taka á móti fötluðum börnum en heilbrigðum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.