Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Nýjir starfsmenn ÍÆ
16.12.2006
Íslensk ættleiðing hefur ráðið til sín félagsráðgjafa og tvo leiðbeinendur á námskeið fyrir þá sem ættleiða í fyrsta skiptið.
Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu ÍÆ í 50% stöðu. Guðlaug hefur starfað á BUGL síðustu ár og fyrir þann tíma m.a. hjá Rauða krossi Íslands. Mun hún m.a. sjá um ráðgjöf og leiðbeiningar til umsækjenda og kjörforeldra.
Lesa meira
Engar staðfestar fréttir frá Kína
15.12.2006
Af gefnu tilefni viljum við taka fram að Kínverska ættleiðingarmiðstöðin hefur ekki ennþá sent samstarfsaðilum sínum upplýsingar um breyttar reglur og hert skilyrði fyrir umsækjendur í Kína, sem væntanlega ganga í gildi 1. maí n.k. Ekki er um lagabreytingu að ræða.
Lesa meira
Hækkanir gjalda vegna ættleiðinga
08.12.2006
Samkvæmt samþykkt stjórnar Íslenskrar ættleiðingar hækkuðu gjöld hjá félaginu vegna ættleiðinga þann 1. desember síðastliðinn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.