Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi? Höfundar Björg Sigríður Hermannsdóttir og Linda Björk Oddsdóttir
01.10.2006
BA-ritgerð í sálfræði,
Félagsvísindadeild
Háskóla Íslands
Október 2006
Leiðbeinendur: Dagbjörg E. Sigurðardóttir, Jakob Smári,
Kristín Kristmundsdóttir og Málfríður Lorange.
Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að auka skilning á almennri líðan
ættleiddra barna á Íslandi og aðstæðum þeirra. Auk þess var vonast til þess að hún gæti
gefið upplýsingar um hvort þau og kjörforeldrar þeirra fengju viðeigandi þjónustu.
Foreldrar 33 drengja og 76 stúlkna svöruðu spurningalista sem þeir fengu sendan og
voru það um 40% af úrtakinu. Niðurstöðurnar voru að mestu í samræmi við niðurstöður
erlendra rannsókna á ættleiddum börnum og sýndu að á heildina litið farnast þeim vel.
Eins og búist var við var tíðni einhverfueinkenna og einkenna athyglisbrests og ofvirkni
hærri en hjá íslenskum börnum almennt. Það sem helst kom á óvart var að erfiðleikar
við tengslamyndun virtust vera sjaldgæfir og að kynþroski virtist hefjast á sama tíma og
hjá íslenskum börnum ólíkt því sem erlendar rannsóknir hafa bent til. Þar sem innan við
helmingur foreldra hafði svarað þegar unnið var úr niðurstöðum rannsóknarinnar væri
áhugavert að kanna hvort breyting verður á þeim ef fleiri svör berast.
Lesa meira
BA ritgerð, Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?
01.10.2006
Í sumar tóku félagsmenn ÍÆ þátt í könnun vegna rannsóknar sem Björg Sigríður Hermannsdóttir og Linda Björk Oddsdóttir unnu vegna BA ritgerðar í Sálfræði í Háskóla Íslands. Ritgerðin hefur verið sett inn á vefsíðuna undir liðinn Ýmis rit en einnig er hægt að smella hér til að lesa ritgerðina.
Lesa meira
BA ritgerð, Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?
01.10.2006
Í sumar tóku félagsmenn ÍÆ þátt í könnun vegna rannsóknar sem Björg Sigríður Hermannsdóttir og Linda Björk Oddsdóttir unnu vegna BA ritgerðar í Sálfræði í Háskóla Íslands. Ritgerðin hefur verið sett inn á vefsíðuna undir liðinn Ýmis rit en einnig er hægt að smella hér til að lesa ritgerðina.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.