Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Ættleiðingarstyrkur
02.06.2006
Ingibjörg Jónsdóttir og Guðrún Sveinsdóttir áttu fund með Jóni Kristjánssyni félagsmálaráðherra og Magnúsi Stefánssyni formanni fjárlaganefndar Alþingis 31.maí.
Lesa meira
Útilega ÍÆ 7. - 9. júlí 2006
02.06.2006
Vegna ófyrirséðra aðstæðna verðum við að flytja útileguna okkar þetta árið og verður hún að Reykhólum í Austur-Barðastrandarsýslu. Þar verðum við með Reykhólaskóla á okkar vegum. Við komum til með að tjalda við skólann og í honum höfum við aðgang að uppþvottaaðstöðu og snyrtingum og getum borðað þar inni ef við viljum. Eins er í skólanum salur með litlu sviði og þar getum við verið ef illa viðrar. Þátttökugjald verður það sama og í fyrra eða 1500 kr. fyrir fullorðna og frítt fyrir börn. Innifalið í því er öll aðstaða í skólanum (innigisting greiðist sér) og dagskrá helgarinnar, það greiða allir sama verð hvort sem þeir verða yfir nótt eða ekki.
Lesa meira
Að hugsa um börn eins og snjókorn –
02.06.2006
Nú er búið að setja á heimasíðuna, undir Greinar, B.Ed. ritgerð sem unnin var við KHÍ vorið 2006.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.