Fréttir

Mbl - Af skattlagningu barneigna

Mbl - Af skattlagningu barneigna
Af skattlagningu barneigna Ólöf Ýrr Atladóttir fjallar um ójafnræði varðandi barneignir Íslendinga: "...ég sætti mig ekki við það að mín barneign njóti ekki jafnræðis á við aðrar barneignir Íslendinga og því síður við það að með því að þetta ójafnræði ríkir, sé gefið í skyn að dóttir mín sé ekki jafnvelkomin í hóp Íslendinga og önnur börn." FYRIR tæpum tveimur árum hlotnaðist mér það happ að eignast dóttur. Hún er núna nýorðin þriggja ára, eiturklár stelpa og skemmtileg, sem stefnir annaðhvort á lækninn eða prinsessuna þegar hún verður stór. Dóttir mín er fædd í Kína. Það voru mörg sporin sem stíga þurfti í tengslum við þessa barneign mína. Það þurfti að fara milli stofnana hér heima, sækja alls konar vottorð og umsagnir um að við hjónin værum líkamlega og andlega fær um að ala önn fyrir barninu okkar þegar þar að kæmi.
Lesa meira

Gleðifréttir

Hópur 14 fékk upplýsingar um börn þann 27.01.06. Það eru 6 litlar stúlkur sem eru á barnaheimili í Guangdong héraði í Kína. Í janúar komu upplýsingar um tvö lítil börn frá barnaheimilinu í Kolkata.
Lesa meira

Stjórnarfundur ÍÆ 26.01.2006

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 26. janúar 2006. Mættir: Ingibjörg, Gerður, Ingvar, Arnþrúður, Guðmundur og Helga. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn. 1) Aðalfundur þann 16. mars. Stjórnarkjör. Umræður urðu um fjölda í stjórn. Ákveðið að leggja til lagabreytingu á aðalfundinum, setja inní að fundir séu löglegir ef að hann sækji meirihluti stjórnar í stað þess að það þurfi fimm til þess að fundurinn sé löglegur. Farið yfir hverjir ætli að gefa kost á sér í stjórn aftur. Guðmundur gefur kost á sér áfram. Ingvar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér en hann hefur setið 10 ár í stjórn, Gerður ætlar sömuleiðis ekki að gefa kost á sér, en hún hefur verið 6 ár í stjórn. Helga er að ljúka sínu öðru ári og gefur ekki kost á sér. Það vantar því þrjá í stjórn. Setja inn á heimasíðuna hvenær aðalfundurinn er og benda á í leiðinni að það vanti þrjá í stjórn og fólk geti látið vita ef það er áhugasamt. Einnig ef fólk hefur áhuga á að starfa í nefndum á vegum félagsins.
Lesa meira

Svæði