Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Aðalfundur
15.02.2006
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar er fyrirhugaður þann 16. mars.
Þeir félagsmenn sem vilja gefa kost á sér til starfa fyrir félagið, í nefndum eða stjórn, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu.
Lesa meira
Jafnrétti til barneigna
04.02.2006
4. febrúar 2006 | Aðsent efni | 428 orð | 2 myndir
Jóhann Sigurðsson og Margrét R. Kristjánsdóttir fjalla um kjörforeldra: "Vonum að alþingismenn allir verði við ákalli þessu og skorum á þá að koma málinu í höfn á vorþinginu."
FYRIR Alþingi liggur fyrir í þriðja skipti tillaga Guðrúnar Ögmundsdóttur til þingsályktunar um að taka upp styrki til foreldra sem ættleiða börn frá útlöndum. Frumvarp þetta er mikið jafnréttismál sem ekki hefur fengið þær viðtökur og það brautargengi sem við mætti búast, svo sjálfsagt sem það virðist. Málið snýst um jafnræði til ættleiðinga óháð efnahag og tekur á þeirri brýnu þörf að jafna möguleika fólks til að eignast barn burtséð frá því hvort það teljist til hátekjufólks eða ekki. Um er að ræða afar hóflega styrki sem þó skipta sköpum fyrir þá sem eru að ættleiða barn.
Lesa meira
Hjertebarn
02.02.2006
Á skrifstofu ÍÆ eru nú til sölu nokkur eintök af danskri barnabók um ættleiðingu. Bókin er fallega myndskreytt og er góð sem byrjun á umræðu um ættleiðingu, þegar börnin fara að sýna áhuga á uppruna sínum og spyrja í hvaða maga þau hafi verið.
Bókin kostar kr. 2.000 og er hægt að sækja hana á skrifstofu ÍÆ eða fá senda í pósti.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.