Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
EFTIRFYLGNI- Follow up skýrslur
23.05.2005
Umsækjendur um ættleiðingu hafa allir skrifað undir skuldbindingu um að gera skýrslur um aðlögun og þroska barns síns. Það er mjög mikilvægt að standa skil á skýrslunum á réttum tíma því erlend ættleiðingaryfirvöld vilja fá að fylgjast með að börnunum sem ættleidd eru til útlendinga vegni vel. Oft er áframhaldandi samstarf undir því komið að vel sé staðið að eftirfylgni.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 19.05.2005
19.05.2005
Mættir: Ingibjörg, Gerður, Lísa, Arnþrúður, Guðmundur og Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn.
Dagskrá:
1. Lene Kamm. Kynning fyrir stjórn á framkvæmd fræðslunnar í Danmörku.
2. Kynning á nýrri fræðslu.
3. NAC fundur 9-10 september. Nordic Adoption Council 14 th Nordic Meeting.
4. Niðurstöður skoðanakönnunar skemmtinefndar.
5. Önnur mál.
1. Ingibjörg setti fundinn og kynnti Lene Kamm sem hingað er komin frá Danmörku til að aðstoða okkur við fræðslumálin. Lene sagði stuttlega frá fræðslunni í Danmörku. Hún er sjálf ættleidd, er menntaður sálfræðingur og þerapisti og hefur 5 ára reynslu af fræðslumálum fyrir verðandi kjörforeldra og er yfir fræðslunni í Danmörku. Fræðslufundir eru 40-44 á ári og eru 24 á hverju námskeiði. Á námskeiðunum eru tveir leiðbeinendur, kona og karl. Hvert námskeið er tvær helgar. Fyrri helgin er frá föstudegi til laugardags, síðan eru 5-6 vikur þangað til að hist er aftur frá laugardegi til sunnudags. Mikil áhersla er á að virkja fólk á námskeiðinu. Hún sagði að það væri munur á fólki milli helga. Fólk er opnara á seinna námskeiðinu og getur talað frjálslegar um ættleiðinguna. Hún telur mikilvægt að vera saman yfir nótt og að fólk fari úr þessu venjulega umhverfi, það nái þannig betur að einbeita sér. Reynslan sýnir að hjón kynnast betur, þau ræða jafnvel það sem þau hafa ekki rætt áður varðandi ættleiðinguna. Fyrri helgina er fókuserað á foreldrana; þeirra hæfileika, hvernig var þeirra uppeldi og hvernig voru tengsl þeirra við sína foreldra. Um seinni helgina er fókuserað á barnið og komu þess, bakgrunn og það að mynda fjölskyldu. Í Danmörku eru 7 teymi leiðbeinenda. Lene hittir leiðbeinendur 2 helgar á ári þar sem málin eru rædd. Leiðbeinendur eru gjarna með uppeldismenntun, félagsráðgjafar eða hjúkrunarfræðingar. Helmingur leiðbeinenda er fólk sem hefur ættleitt. Lene taldi ekki þörf á að leiðbeinendur hefðu sjálfir ættleitt, persónuleg saga þeirra á ekki að skipta máli. Það sem skiptir máli er t.d. að fólk sé opið og hafi góða yfirsýn.
Lesa meira
Kolkata í mars 2005
07.05.2005
Í mars fóru Lísa Yoder, formaður ÍÆ, og Guðrún til Kolkata til fundar við Anju, forstöðukonu barnaheimilisins sem ÍÆ hefur verið í samstarfi við síðan 1987.
Tímasetning réðist af því að lítil stúlka var tilbúin til heimferðar en foreldrar hennar treystu sér ekki til að sækja hana sjálfir og var hún því samferða Lísu og Guðrúnu heim til Íslands.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.