Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Frá ritnefnd
05.05.2005
Ritnefnd fréttabréfs ÍÆ auglýsir eftir efni í blað sem kemur út í september 2005
Einnig er auglýst eftir auglýsingum í blaðið.
Hafið samband við skrifstofu ÍÆ eða ritnefndina hjá alvara@alvara.is
Lesa meira
Frá kínverskum stjórnvöldum
04.05.2005
Í vikunni barst ÍÆ bréf með staðfestingu á því að kínverska ættleiðingarmiðstöðin, CCAA, hafi skoðað starfshætti okkar og samþykkt áframhaldandi samstarf CCAA og ÍÆ.
Vegna smæðar félagsins höfum við ekki möguleika á að senda fulltrúa til funda með erlendu samstarfsaðilunum eins oft og ákjósanlegt væri. Því er ágætt að fá fréttir frá norrænum kollegum okkar um skoðanskipti þeirra og yfirvalda í upprunalöndum barnanna. Eftirfarandi upplýsingar eru þýddar og endursagðar úr fréttabréfi BV í Svíþjóð.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 28.04.2005
28.04.2005
Mættir: Ingibjörg, Gerður, Arnþrúður, Lísa og Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn. Ingvar og Guðmundur voru fjarverandi.
Dagskrá:
1. Fræðsla og heimsókn Lene Kamm.
Lene Kamm var væntanleg í dag en mun koma 18.-20. maí og ætlar að vinna með okkur þann 19. maí. Ákveðið var að halda stjórnarfundinn okkar þá í hádeginu í staðinn fyrir kvöldið. Í framhaldi af þessari umræðu ræddum við að það er töluverð pressa á fræðslunefndina þar sem skv. nýju ættleiðingalögunum er skylda að vera búinn að taka fræðslunámskeið áður en forsamþykki er veitt. Það er því töluverð pressa á okkur að flýta vinnu við nýju fræðsluna. Spurning hvort að það þarf að halda námskeiðin oftar. Hingað til hafa þau verið haldin ca. 5 sinnum á ári. Fólk mun þurfa að borga fyrir þessa fræðslu. Við veltum því upp hvort fólk sem hefur ættleitt áður þarf að fara aftur. Það á að gera það skv. reglugerð. Guðrún er búin að senda fyrirspurn um þetta til ráðuneytisins. Ingibjörg Jónsdóttir mun vinna í sambandi við fræðslumálin fram á vorið en síðan þarf að fá einhverja aðra. Rætt um að mynda tvö teymi, tveir í hvoru teymi. Fræðsluefnið sem verið er að þýða mun koma til yfirlestrar á næstu dögum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.