Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
China the beautiful - Höfundur: Anthony Osmond-Evans
01.01.2004
A record of its author’s extensive travels through the country, from the Silk Road to Tibet, the Huangshan Mountains to Guizhou province, China The Beautiful has been designed as a feast for the eyes. It follows not the usual photo-travel progression from one region to another, but a series of colour, geometrical and tone themes in which vibrant red might be viewed against glowing crimson, or cool countryside tones repeated on a facing page. Many of these images have a quality of the miraculous; such as including the Kazakh horseman who emerged, to the photographer’s astonished delight, through a waterfall and the Beijing acrobat captured in performance as a tea set descends through the air to land on her head.
With additional photographic contributions from John Slater, Gina Corrigan and Lorraine Felkin, China The Beautiful takes the reader on a magical journey to the Silk Road and beyond and provides a lasting record of an eternally fascinating ancient land.
Lesa meira
Fréttablaðið - Kostnaður vegna ættleiðinga
18.07.2003
Frá árinu 1981 hafa Íslendingar ættleitt 425 börn erlendis frá. Þau koma frá 23 löndum. Um þessar mundir eru 60-70 fjölskyldur á biðlista Íslenskrar ættleiðingar eftir börnum og hefur þorri þeirra tekið stefnuna á Kína. Ísland gerðist aðili að Haagsamningnum um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar árið 1999 en hann byggir á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Með aðild að Haag-samningnum er tryggð samvinna aðildarríkjanna um ættleiðingar barna og lög og reglur þar að lútandi settar í fastar skorður. Þá samþykkti Alþingi ný lög um ættleiðingar í desember 1999 en í þeim er m.a. kveðið á um að einhleypingar geti ættleitt börn „ef sérstaklega stendur á og ættleiðing er ótvírætt talin barninu til hagsbóta“, eins og þar segir. Óhætt er að fullyrða að mikil réttarbót fylgdi setningu nýrra laga um ættleiðingar og aðild Íslands að Haagsamningnum, þótt enn hafi ekki verið stigið það sjálfsagða skref hér á landi að leyfa ættleiðingar af hálfu samkynhneigðra.
Lesa meira
Mbl - Um 400 ættleidd börn hér á landi
04.04.2003
Heilsufar barna við ættleiðingu og aðlögun og skólaganga kjörbarna verða á meðal viðfangsefna málþings sem Íslensk ættleiðing stendur fyrir á laugardag í safnaðarheimili Hallgrímskirkju kl. 13-17.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.