Fréttir

Barnasálfræði - frá fæðingu til unglingsára - Höfundar: Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal

Barnasálfræði - frá fæðingu til unglingsára - Höfundar: Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
Barnasálfræði var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 1995 og er nú orðin sígildur vegvísir handa uppalendum og öðrum sem sinna málefnum barna. Bókin fjallar um þroska barna frá fæðingu til unglingsára. Annars vegar er lýst eðlilegum þroskaferli og farið gegnum þróunina ár fyrir ár til 12 ára aldurs. Hins vegar er tekið á einstökum atriðum. Má þar nefna kafla um foreldrahlutverkið og annan um mótun barns í fjölskyldu, þar sem meðal annars er rætt um einkabörn og tvíbura. Staldrað er við breytingar og álag sem komið geta upp í lífi barna, sálræna erfiðleika og hegðunarvandræði og loks afmarkaða þætti, til dæmis svefnvenjur, aga, ofbeldi, leik og sköpun, kynhlutverk, vináttu og fleira. Höfundar bókarinnar, sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, búa yfir víðtækri þekkingu og margháttaðri reynslu sem þær miðla hér áfram til lesenda á afar aðgengilegan hátt. Eftir þær liggja einnig bækurnar Nútímafólk, Sálfræði einkalífsins, Í blóma lífsins og Ást í blíðu og stríðu.
Lesa meira

Adopsjon av utenlandske barn

Adopsjon av utenlandske barn
Boken gir svar på mange av de spørsmålene som adoptivforeldre og vordende adoptivforeldre stiller seg. Den er blitt til gjennom et samarbeid mellom de tre adopsjonsforeningene i Norge. The book answers many of the questions that adoptive and prospective adoptive have. It is the result of a collaboration between three adoption organizations in Norway.
Lesa meira

Helgarpósturinn - Leiðin liggur til Kólumbíu

Helgarpósturinn - Leiðin liggur til Kólumbíu
Íslendingar hafa á síðustu þrjátíu árum ættleidd þrjúhundruð erlend börn. Stærsti hópurinn, eða yfir áttatíu börn, komu frá Sri Lanka fyrir áratug. Hátt í hundrað og tuttugu kjörbörn hafa síðan verið ættleidd frá Indónesíu og Indlandi. Á síðustu árum hafa æ fleiri farið á eigin vegum til Kólumbíu í ættleiðingarhugleiðingum eftir að hafa gefist upp á biðröðinni hjá íslenskri ættleiðingu.
Lesa meira

Svæði