Fréttir

Helgarpósturinn - Þessi böm voru ættluð okkur

Helgarpósturinn - Þessi böm voru ættluð okkur
Hafa ættleitt tvö börn með nokkurra ára millibili Þessi börn voru ættluð okkur Ein þeirra hjóna, sem rutt hafa sína eigin braut og staðið algerlega sjálf að ættleiðingum á eigin börnum, eru hjónin Ingveldur Jóna Árnadóttir og Hannes Sigurgeirsson. Þau eiga tvö börn, Guðrúnú tólf ára og Sigurgeir, fimm ára, sem þau ættleiddu með nokkurra ára millibili frá Kólumbíu í gengum ríkisstofnunina, sem oft er kölluð fjölskylduráðuneytið í Bogotá. Í von um að geta hvatt aðra til þess að fara sömu leið ákvað Ingveldur Jóna að segja upp og ofan af sinni reynslu, en bæði telur hún ættleiðingar alltof mikið feimnismál á Islandi auk þess sem henni finnst sem upplýsingar um þennan þrautseiga hóp sem leitað hefur til Kólumbíu hafi verið sniðgengnar af ýmsum aðilum. „Þetta er svo stórkostlegt að ég vil gjarnan deila þessu með öðrum. Alltof fáir vita að hægt er að leita milliliðalaust til Kólumbíu og dvelja þar í mjög hentugu húsnæði á
Lesa meira

Helgarpósturinn - Merkilegt hversu fáir hafa snúið sér hingað

Helgarpósturinn - Merkilegt hversu fáir hafa snúið sér hingað
Umhverfisráðherra og frú ættleiða barn í Kólumbíu Merkilegt hversu fáir Islendingar hafa snúið sér hingað sagði Össur Skarphéðinsson þegar Morgunpósturinn náði tali afhonum í Kólumbíu. Eins og komið hefur fram ættleiddu Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra og eiginkona hans, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur, tveggja mánaða stúlkubarn fyrir þremur vikum. Vegna mikillar skriffinnsku eru þau enn þar í landi, en koma heim um helgina eftir fimm vikna dvöl. MORGUNPÓSTURINN náði tali af hinum nýbakaða föður þar sem hann var í gærdag staddur á hóteli í Kólumbíu. „Það er alveg klárt að málin hér niður frá ganga upp. Kerfið í Kólumbíu er pottþétt og mjög skilvirkt. Ég er í raun alveg hissa á að ekki hafi fleiri íslendingar leitað á þessar slóðir."
Lesa meira

Fréttabréf september 1994

* Um biðlistann og fleira frá skrifstofunni * Fatasöfnun * Ferðin til Indlands - Þórður Elíasson og Hrönn Ríkharðsdóttir * Útilegan * Heimsóknir
Lesa meira

Svæði