Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 09.02.2021
09.02.2021
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Askur, skýrsla skrifstofu
3. Ársreikningur 2020
4. NAC og EurAdopt
5. Stöðvun alþjóðlegra ættleiðinga í Hollandi í kjölfar niðurstöðu rannsóknar
6. ICAR7
7. Kaup á barnabók um ættleiðingu
8. Spurningalisti frá miðstjórnarvaldi Svíþjóðar
9. Önnur mál
Lesa meira
Visir.is - Stöðva ættleiðingar frá erlendum ríkjum
08.02.2021
Yfirvöld í Hollandi hafa ákveðið að banna ættleiðingar frá erlendum ríkjum og tekur bannið gildi tafarlaust. Ákveðið var að grípa til þessa úrræðis eftir að umfangsmikil rannsókn leiddi í ljós of mörg tilvik ofbeldis og misnotkunar.
Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins einblíndi rannsóknin á ættleiðingar barna frá Bangladesh, Brasilíu, Kólumbíu, Indónesíu og Sri Landa á árunum 1967 til 1998, en að sögn Tjibbe Joustra, sem fór fyrir störfum nefndarinnar, er ljóst að margt hafi farið úrskeiðis bæði árin fyrir og eftir þann tíma.
Þau tilvik sem rannsóknin leiddi í ljós beindist einna helst að mæðrum barnanna sem ættleidd voru, en dæmi voru um að þeim hafi verið hótað eða mútað til þess að gefa börn sín til ættleiðingar. Þá kom einnig í ljós að yfirvöld hafi verið meðvituð um það sem átti sér stað og í sumum tilfellum tekið þátt í því sem fram fór.
Widya Astuti Boerma, 45 ára gömul kona sem ættleidd var af hollenskum foreldrum, leitar nú líffræðilegra foreldra sinna í Indónesíu. Hún segist fagna ákvörðuninni þar sem núverandi kerfi ýti undir það að börn séu fórnarlömb mansals.
Lesa meira
Stjórnarfundur 12.01.2021
12.01.2021
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Askur, skýrsla skrifstofu
3. Aðalfundur ÍÆ 2021
4. Ársreikningur 2020
5. Samráðsfundur DMR og ÍÆ - minnisblað
6. On the road to a new family
7. Önnur mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.