Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Adoption Joy Week
08.03.2021
Í þessari viku, fagnar Íslensk ættleiðing norrænni ættleiðingarviku, en ættleiðingarfélögin á norðurlöndunum hafa fagnað ættleiðingum sérstaklega í einni viku á ári síðustu ár.
Samstarfsfélög Íslenskrar ættleiðingar hafa sett brennidepilinn á jákvæða umræðu um ættleiðingar og ættleiðingartengd málefni.
Núna í ár langar okkur að hylla nokkur upprunalönd með því að setja inn skemmtilegt efni frá hverju landi. Við hvetjum alla sem tengjast viðkomandi landi að gleðjast með okkur og taka þátt.
Á hverjum degi verður byrjað á því að setja inn efni tengt einu ákveðnu upprunalandi og félagsmenn geta sett inn á facebook síðu sína mynd, teikningu eða minningu tengda þessu landi og tengt færsluna við Íslenska ættleiðingu og #Adoptionjoy.
Fyrsti dagur Adoption Joy Week er tileinkaður fjölskyldum sem hafa ættleitt frá Indlandi.
Íslensk ættleiðing hóf samstarf sitt við Indland árið 1987. Alls hafa 164 börn verið ættleidd frá Indlandi með milligöngu félagsins, síðast árið 2012.
Indland er annað fjölmennasta ríki heims og sjöunda stærsta ríki heims að flatarmáli.
Indland er sambandsríki sem öðlaðist sjálfstæði árið 1947 og er höfuðborg þess Nýja-Dehli. Opinbert tungumál landsins er hindí og enska, en alls eru töluð um 23 tungumál í landinu. Menningu landsins má rekja aftur um 5000 ár og á landið sér ríka og langa sögu. Alls eru samtals 38 sögufrægir staðir og byggingar í Indlandi á heimsminjaskrá Unesco, má þar til dæmis nefna Taj Mahal, The Golden Temple og The Great Himalayan National Park Conservation Area.
Félagið hvetur alla sem tengjast viðkomandi landi að gleðjast með okkur og taka þátt með því að setja á facebook til dæmis mynd, teikningu eða minningu tengda Indlandi og tengt færsluna við Íslenska ættleiðingu og #Adoptionjoy
http://www.isadopt.is/is/lond/indland
Lesa meira
Aðalfundur 2021
02.03.2021
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 23. mars 2021, kl. 20:00.
Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar.
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Breytingar á samþykktum félagsins.
6. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Um stjórnarkjör:
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.
Um breytingar á samþykktum félagsins:
Skv. 7 gr. samþykktum félagsins skulu tillögur að breytingu á þeim berast skriflega eigi síðar en 31. janúar ár hvert.
Engin breytingatillaga barst.
7. grein
Aðalfundur
Aðalfundur skal haldinn fyrir marslok ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Til aukaaðalfundar skal boða með sama fyrirkomulagi og til aðalfundar samkvæmt 7. mgr.
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
Skýrsla stjórnar um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt athugasemdum endurskoðanda félagsins skal lagður fram til samþykktar.
Gjaldskrá félagsins.
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Breytingar á samþykktum félagsins.
Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin.
Breytingar á stjórn félagsins skal tilkynna dómsmálaráðuneytinu áður en 14 dagar eru liðnir.
Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins skulu berast stjórn félagsins skriflega í síðasta lagi 31. janúar ár hvert og skulu þær tilgreindar í fundarboði.
Framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund.
Aukafundi skal halda eftir ákvörðun stjórnar eða að kröfu endurskoðenda eða 2/3 félagsmanna. Skulu þeir boðaðir bréflega með minnst tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal koma fram tilefni fundarins.
Úr samþykktum Íslenskrar ættleiðingar
Vakin er athygli á að framboðsfrestur til stjórnarkjörs er samkvæmt samþykktum félagsins til klukkan 20:00 þann 9.mars 2021 og skal senda framboð til félagsins á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira
Byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn 8-12 ára
01.03.2021
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 8 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:30 – 11:45 sem hefst 13. mars og stendur til og með 15. maí. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr.
Kennari námskeiðsins er Snæfríður Grímsdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng.
Nánari upplýsingar á www.konfusius.is
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.