Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Aðalfundi frestað vegna COVID-19
13.03.2020
Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Íslenskrar ættleiðingar ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem átti að fara fram fimmtudaginn 19. mars 2020. Þessi ákvörðun var tekin á stjórnarfundi í gærkvöldi, 12. mars 2020.
Nýtt fundarboð:
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn fimmtudaginn 16.apríl 2020 kl. 20:00 í húsnæði Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Lesa meira
Stjórnarfundur 12.03.2020
12.03.2020
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrsla janúar og febrúar
3. Aðalfundur ÍÆ
4. Ársreikningur 2019
5. NAC
6. Fræðsla
7.Önnur mál
Lesa meira
Mikilvægi öruggra tengsla - frestað vegna COVID-19
10.03.2020
Fjallað verður um hvernig foreldrar og aðrir umönnunaraðilar geta eflt örugg tengsl með því að vera tilfinningalega til staðar fyrir barnið og hvernig öryggishringurinn (circle of security-parenting) geti hjálpað foreldrum að átta sig á þörfum barna sinna fyrir öryggi og vernd.
Öryggishringurinn er byggður á tengslakenningum John Bowlby, hann er myndrænn og kennir okkur að sjá barnið innan frá og hjálpar okkur að átta okkur á þörfum barnsins. Í öryggishringnum er lögð áhersla á að hinn fullorðni sé örugg hönd þannig að barnið geti lært, leikið og kannað umhverfið. Einnig þarf hinn fullorðni að vera örugg höfn sem barnið leitar til þegar það þarfnast huggunar og verndar.
Fyrirlesarar eru þær Ástríður Thorarensen þroskaþjálfi, listmeðferðar-og fjölskyldufræðingur og Unnur Valdemarsdóttir leikskólasérkennari og fjölskyldufræðingur en þær starfa meðal annars hjá Tengslamiðstöðinni – fjölskyldumeðferð og foreldraráðgjöf
Fræðslan hefst klukkan 20.00 fimmtudaginn 26. mars og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.