Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
“Ertu ekki glöð að vera ættleidd?”
11.02.2020
Fimmtudaginn 20. febrúar, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem ber nafnið „Ertu ekki glöð að vera ættleidd?“ Þær Dísa og Kæja sem eru 24 og 25 ára Íslendingar ættleiddar frá Indlandi verða með það erindi.
Þær ætla að deila sinni reynslu af því að vera ættleiddar til Íslands, bæði áskorunum og styrkleikum. „Við erum báðar mjög týpískir Íslendingar, borðum ís þegar það er kalt, förum á Þjóðhátíð og erum stoltar af landinu okkar en þar sem við erum ættleiddar og höfum öðruvísi útlit er okkar upplifun ekki sú sama og hjá þessum týpíska Íslendingi“, segja þær í kynningunni á sjálfum sér. Þær munu einnig koma inná ólíkar skoðanir á uppruna sínum og svara spurningum ef einhverjar eru
Allir velkomnir og einnig velkomið að taka börn og unglinga með sér til að hlusta á þær stöllur deila reynslu sinni og sýn.
Fræðslan hefst klukkan 18.00 fimmtudaginn 20. febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Lesa meira
Aðalfundur 2020 - frestað vegna COVID-19
03.02.2020
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 19. mars 2020, kl. 20:00.
Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
3. Kjör stjórnar.
4. Ákvörðun árgjalds.
5. Breytingar á samþykktum.
6. Önnur mál.
Um stjórnarkjör:
Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.
Breytingar á samþykktum:
Skv. 7 gr. samþykktar félagsins íslenskrar ættleiðingar skulu tillögur að breytingu á samþykkt félagsins berast skriflega eigi síðar en 31. janúar ár hvert. Einn breytingartillaga barst á 7. grein í samþykktum félagsins.
Lesa meira
mbl.is - „Gleymi því stundum að ég er ættleidd“
16.01.2020
Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir hefur búið hér á Íslandi frá því hún var 14 mánaða gömul. Mamma hennar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, ættleiddi hana frá Kína árið 2003 en Hrafnhildur heldur fyrirlestur í dag um hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.