Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Breyttir tímar - þjónusta og þjónustugjöld á nýju ári
16.01.2020
Þjónusta Íslenskrar ættleiðingar hefur tekið miklum breytingum síðastliðin misseri og breyttust þjónustugjöld félagsins nú um áramótin.
Í þessari fræðslu fara Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður og Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins yfir helstu breytingar og forsendur þjónustugjaldanna.
Fræðslan hefst klukkan 20.00 þriðjudaginn 21.janúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Fræðslan er ókeypis og öllum opin.
Einnig verður boðið uppá að horfa á erindið á netinu, skráning hér fyrir neðan:
Lesa meira
Kínversk vorhátíð 3.febrúar - aflýst
16.01.2020
Sendiherra Kína JIN Zhijian býður öllum börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldum þeirra á Kínverska vorhátíð (Chinese Spring Festival Gala) sem haldin verður mánudaginn 3.febrúar klukkan 19:30 í Háskólabíó.
Fram koma fjöldi listamanna úr listahópi frá Innri Mongólíu sem sýna m. a. hefðbundna dansa og flytja þjóðlagatónlist. Þar verður leikið á hið hefðbundna strengjahljóðfæri „Morin khuur“ og hinn sérstæði barkasöngur sunginn auk fjölda fleiri atriða.
Aðgangur er gjaldfrjáls en þar sem sætafjöldi er takmarkaður þarf að panta miða hjá þeim fyrir 22.janúar á netfanginu: chinaemb@simnet.is , tilgreina miðafjölda og póstfang og miðarnir verða svo sendir út með pósti.
Sunnudaginn 2. febrúar býður Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, frá kl. 13:30-16:00.
Nánar má fræðast um viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/739002539959684/
Lesa meira
Stjórnarfundur 15.01.2020
15.01.2020
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrsla nóvember og desember
3.Minnisblað vegna Dómsmálaráðherra
4. Minnisblað vegna samráðsfundar ÍÆ og DMR
5. Þjónustusamningur
6. Ársáætlun 2020 og gjaldskrá
7. Afhending gagna
8. Kynning fyrir félagsmenn á þjónustu félagsins og breyttri gjaldskrá
9. Aðalfundur ÍÆ 2020
10. Nac og Euradopt
11. Önnur mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.