Fréttir

Breytingar á þjónustugjöldum

Gjaldskrá Íslenskrar ættleiðingar tók breytingum nú um áramótin. Með breyttum aðstæðum í málaflokknum hefur félagið verið nauðbeygt til að hækka endurgjald fyrir þjónustu félagsins en hægt er að skoða ítarlegar upplýsingar um þjónustugjöld á heimasíðunni.
Lesa meira

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu

Fjölskylduhátíð í Kínverska sendiráðinu
Jin Zhijian sendiherra og sendiherrafrúin bjóða börnum ættleiddum frá Kína og fjölskyldu þeirra á fjölskylduhátíð laugardaginn 18.janúar kl 17:00 í Kínverska sendiráðinu, Bríetartúni 1, 105 Reykjavík og verður boðið uppá kvöldverðarhlaðborð. Þau hafa beðið Íslenska ættleiðingu að hafa milligöngu um að bjóða börnunum og fjölskyldum þeirra og til að áætla fjölda gesta biðjum við ykkur vinsamlegast um að skrá þá sem munu þiggja boðið fyrir 13.janúar. Sendiherrahjónunum langaði að kanna hvort einhver börn hefðu áhuga á að sýna hæfileika sína í móttökunni. Hafið endilega samband ef þið hafið áhuga á því.
Lesa meira

Fréttablaðið - Danir hætta að taka við ættleiðingarumsóknum vegna fjárskorts

Fréttablaðið - Danir hætta að taka við ættleiðingarumsóknum vegna fjárskorts
Danska ættleiðingastofnunin, DIA, sem haft hefur milligöngu um frumættleiðingar frá öðrum löndum er hætt að taka við umsóknum. Var gefin út fréttatilkynning um þetta fyrr í mánuðinum. Ástæðan er sú að stofnunin telur sig ekki geta tryggt að mál verði kláruð vegna fjárskorts og var fjölskyldum greint frá þessu í vor.
Lesa meira

Svæði