Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 8.desember
20.11.2019
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið sunnudaginn 8.desember frá klukkan 15-17 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík.
Verð fyrir félagsmenn er 1500 krónur fyrir fullorðinn og 500 krónur fyrir barn.
Fyrir utanfélagsmenn kostar 2900 krónur á mann.
Lesa meira
Visir.is - Reyndu í mörg ár að eignast börn en enduðu með að ættleiða tvö frá Tékklandi
12.11.2019
Elísabet og Smári kynntust árið 1999 en þá unnu þau bæði í banka. Þeim líkaði strax vel við hvort annað, byrjuðu saman og byrjuðu að búa.
„Einhverjum árum seinna förum við að hugsa um barneignir og okkur langaði að eignast fjölskyldu. Maður byrjar að reyna heima í leikfiminni í einhver ár,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir. En það skilaði engum árangri og í framhaldinu létu þau rannsaka málið. Þá kom í ljós að Elísabet var með væga endómetríósu og fóru þau því í tæknisæðingu, alls sex sinnum.
Lesa meira
Visir.is - Íslendingurinn ég og Íslendingurinn þú
06.11.2019
„Vá hvað þú talar góða íslensku!”
„Hvaðan ertu?”
„Íslandi.”
„Nei ég meina hvaðan ertu upprunalega?”
„Íslandi.”
„Og talar alveg íslensku?”
…
Að ofan er byrjunin að samtali sem ég á við nýtt fólk að meðaltali einu sinni í viku.
Ég fæddist á Íslandi þann 24. desember 1987.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.