Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Áhrif áfalla á börn
31.10.2019
Þann 6. nóvember næstkomandi klukkan 20:00, stendur Íslensk ættleiðing fyrir fræðsluerindi sem heitir Áhrif áfalla á börn og er það Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur sem mætir til okkar í þetta sinn.
Fjallað verður um hvernig áföll hafa áhrif á þroska barnsins, ekki síst áföll sem barnið verður fyrir í frumbernsku. Farið verður yfir helstu einkenni í kjölfar áfalla og hvernig best er að hlúa fjölskyldunni þegar barn á að baki áfallasögu.
Þóra Sigfríður Einarsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með áfallasálfræði sem undirgrein. Þóra Sigfríður hefur starfað sem sálfræðingur frá 2003, þá einkum með fólki sem hefur orðið fyrir áföllum. Í dag starfar hún á Domus Mentis – Geðheilsustöð, ásamt því að vera í doktorsnámi í sálfræði þar sem hún rannsakar áhrif áfalla á geðheilsu fólks.
Fræðslan hefst klukkan 20.00 miðvikudaginn 6.nóvember og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Erindið er félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar að kostnaðarlausu en kostar 1000 kr fyrir aðra.
Lesa meira
Stjórnarfundur 9. október 2019
09.10.2019
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrsla
3. NAC ráðstefna
4. Tógó
5. Barna – og unglingastarf
6. Fræðsluáætlun
7. 6 mánaða uppgjör
8. Viðbragðssjóður
9. Önnur mál
9.1. Ráðstefnan Breytingar í þágu barna.
9.2 .Persónuverndarlög.
Lesa meira
Fjölskyldustund í Spilavinum - aflýst
08.10.2019
Sunnudaginn 20. október næstkomandi ætlum við að hittast í Spilavinum frá klukkan 14-16 í salnum hjá þeim á neðri hæð verslunarinnar sem staðsett er á Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Skeifunni).
Kjörið tækifæri fyrir félagsmenn, börn og fullorðna saman, til að hittast og spjalla, eiga notalega stund ásamt því að læra ný spil eða dusta rykið af gömlum spilum.
Salurinn tekur aðeins við 40 manns, því þurfum við að takmarka fjöldann við þá tölu.
Verð á mann fyrir þátttöku er 1000 krónur fyrir fullorðinn og 500 krónur fyrir börn ef þið eruð félagsmenn.
Verð fyrir utanfélagsmenn er 2900 krónur á mann.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.