Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 13.03.2019
13.03.2019
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar.
2. Mánaðarskýrsla febrúar
3. Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 13. mars 2019
4. Adoption Joy Week, NAC
5. Önnur mál
Lesa meira
mbl.is - Leikskólabörn á EM #Adoptionjoy
13.03.2019
Íslensk ættleiðing fylgist spennt með Evrópumeistaramótinu í skólaskák. Gangi þér vel Kristján Freyr og félagar!
Börn á Laufásborg taka þátt í Evrópumeistaramótinu í skólaskák, sem hefst í Rúmeníu í lok maí. Skólinn átti fulltrúa á heimsmeistaramóti barna í Albaníu í fyrra og er fyrsti leikskóli heims til þess að fara á bæði mótin.
Omar Salama, FIDE-skákkennari, kom skákkennslunni á Laufásborg á laggirnar 2008 og hefur séð um hana síðan. Hann segir að í byrjun hafi markmiðið verið að kynna taflmennina fyrir börnunum og kenna þeim mannganginn. Um val hafi verið að ræða rétt eins og til dæmis að leika sér með kubba eða fara út í garð. Árið 2017 hafi verið ákveðið að taka þátt í grunnskólamóti barna níu ára og yngri.
Lesa meira
Aðalfundur 13.3.2019
13.03.2019
Fundargerð aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 13. mars 2019, kl. 20.30.
Fundarstaður: Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík.
Mætt af hálfu stjórnar: ElísabetHrund Salvarsdóttir stjórnarformaður, Ingibjörg Valgeirsdóttir varaformaður, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson. Fjarverandi var Lára Guðmundsdóttir.
Mætt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri og Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri.
Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir
Dagskrá aðalfundar:
Skýrsla stjórnar.
Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar.
Kjör stjórnar.
Ákvörðun árgjalds.
Lagabreytingar
Önnur mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.