Fréttir

Stjórnarfundur 13.03.2019

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar. 2. Mánaðarskýrsla febrúar 3. Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 13. mars 2019 4. Adoption Joy Week, NAC 5. Önnur mál
Lesa meira

mbl.is - Leik­skóla­börn á EM #Adoptionjoy

Íslensk ættleiðing fylgist spennt með Evrópumeistaramótinu í skólaskák. Gangi þér vel Kristján Freyr og félagar! Börn á Lauf­ás­borg taka þátt í Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í skóla­skák, sem hefst í Rúm­en­íu í lok maí. Skól­inn átti full­trúa á heims­meist­ara­móti barna í Alban­íu í fyrra og er fyrsti leik­skóli heims til þess að fara á bæði mót­in. Omar Salama, FIDE-skák­k­enn­ari, kom skák­k­ennsl­unni á Lauf­ás­borg á lagg­irn­ar 2008 og hef­ur séð um hana síðan. Hann seg­ir að í byrj­un hafi mark­miðið verið að kynna tafl­menn­ina fyr­ir börn­un­um og kenna þeim mann­gang­inn. Um val hafi verið að ræða rétt eins og til dæm­is að leika sér með kubba eða fara út í garð. Árið 2017 hafi verið ákveðið að taka þátt í grunn­skóla­móti barna níu ára og yngri.
Lesa meira

Aðalfundur 13.3.2019

Fundargerð aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 13. mars 2019, kl. 20.30. Fundarstaður: Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík. Mætt af hálfu stjórnar: ElísabetHrund Salvarsdóttir stjórnarformaður, Ingibjörg Valgeirsdóttir varaformaður, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy, Sigrún Eva Grétarsdóttir og Sigurður Halldór Jesson. Fjarverandi var Lára Guðmundsdóttir. Mætt af hálfu starfsfólks skrifstofu: Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri og Ragnheiður Davíðsdóttir, verkefnastjóri. Fundargerð aðalfundar ritaði: Ragnheiður Davíðsdóttir Dagskrá aðalfundar: Skýrsla stjórnar. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. Kjör stjórnar. Ákvörðun árgjalds. Lagabreytingar Önnur mál
Lesa meira

Svæði