Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 19.03.2019
19.03.2019
1. Fundargerð aðalfundar
2. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
3. Verkaskipting stjórnar
4. EurAdopt
5. NAC ráðstefna í september
6. Stefnumótun félagsins
7. Dóminíska lýðveldið
8. Önnur mál
Lesa meira
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2019
15.03.2019
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar var haldinn miðvikudaginn 13. mars í húsnæði Framvegis, miðstöð símenntunar.
Elísabet Hrund Salvarsdóttir formaður félagsins bauð fundargesti velkomna og tilnefndi Eygló Jónsdóttur sem fundarstjóra sem var samþykkt með lófataki. Hún stýrði svo fundinum með röggsemi og festu.
Elísabet Hrund fór yfir skýrslu stjórnar en þar bar margt áhugavert á góma:
Skýrsla stjórnar
Meginstarfsemi félagsins
Samkvæmt samþykktum Íslenskrar ættleiðingar er tilgangur félagsins:
að vinna að alþjóðlegum ættleiðingum með því markmiði að hagsmunir barnsins séu ávallt hafðir í fyrirrúmi í anda Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og Haagsamningsins um vernd b
Lesa meira
Páskaeggjaleit Íslenskrar ættleiðingar
14.03.2019
Í tilefni komandi páska ætlum við að koma saman og leita af eggjum í Laugardalnum sunnudaginn 31. mars klukkan 14.00
Mæting er við þvottalaugarnar í Laugardalnum þar sem leikreglur verða útskýrðar og leitin hefst þaðan.
Það kostar 400 krónur fyrir hvert barn að taka þátt (allir fá lítið egg, smá hollustu og drykk)
Skráningu lýkur föstudaginn 29. mars klukka 12.00
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í þessari samverustund félagsmanna.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.