Fréttir

Aðalfundur 2019

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar félagsins sem haldinn verður hjá Framvegis, miðstöð símenntunar, Skeifunni 11b, 108 Reykjavík, miðvikudaginn 13. mars 2019, kl. 20:30. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál. Um stjórnarkjör: Stjórn félagsins skal skipuð 7 mönnum: Formanni, varaformanni og fimm meðstjórnendum. Kosning stjórnarmanna ræðst af atkvæðamagni. Falli atkvæði jafnt við kjör skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri skoðast hann sem sjálfkjörinn án leynilegrar kosningar. Kosning stjórnar fer fram á aðalfundi ár hvert eða aukaaðalfundi. Hluta stjórnarmanna skal kjósa árlega til tveggja ára í senn, þrjá annað árið og fjóra á því næsta.
Lesa meira

Stjórnarfundur 13.02.2019

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar. 2. Mánaðarskýrsla janúar 3. Þjónustusamningur 2019 undirritaður 4. Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2019 5. Samanburður á gjaldskrám milli landa 6. Undirbúningsnámskeið fyrir ættleiðingu 7. NAC ráðstefna á Íslandi – dagskrárdrög 8. Adoption Joy Week, mars 2019 9. Project that maps life stories of children
Lesa meira

mbl.is - Vilja DNA sýni úr ætt­leidd­um börn­um

mbl.is - Vilja DNA sýni úr ætt­leidd­um börn­um
Belg­ísk yf­ir­völd hafa óskað eft­ir DNA sýn­um úr börn­um sem ætt­leidd voru frá Lýðveld­inu Kongó til að sann­reyna hvort að líf­fræðileg­ir for­eldr­ar þeirra séu enn á lífi. BBC seg­ir yf­ir­völd hafa sett sig í sam­band við for­eldra 15 barna til að kom­ast að því hvort að börn­un­um hafi verið rænt. Belg­ísk­ir fjöl­miðlar hafa eft­ir embætti sak­sókn­ara að grun­ur leiki á að for­eldr­ar barn­anna hafi talið sig vera að senda þau í sum­ar­búðir í Kin­hasa, höfuðborg Kongó, en ekki á munaðarleys­ingja­hæli eins og raun­in var. Búið er að loka munaðarleys­ingja­hæl­inu.
Lesa meira

Svæði