Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára
30.01.2019
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 10 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:00 – 11:15 sem hefst 2. febrúar og stendur til og með 6. apríl. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr.
Kennari námskeiðsins er Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng.
Lesa meira
Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.
22.01.2019
Fræðsla um tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.
Björn Hjálmarson sér um fyrirlesturinn en hann er barna- og unglingageðlæknir á BUGL og hefur starfað þar síðan 2013.
Áður en hann hóf störf á BUGL starfaði hann á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Fræðslan hefst klukkan 18.00 þriðjudaginn 12.febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð.
Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.
Lesa meira
Fjölskyldustund 3.febrúar
18.01.2019
Fjölskyldusamvera í íþróttahúsinu Lágafellslaug, Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ sunnudaginn 3.febrúar. Sjá nánar á korti.
Hittumst í íþróttasal Lágafellslaugar með íþróttafötin í farteskinu og leikum okkur saman frá klukkan 14-15.
Þátttaka kostar ekkert fyrir félagsmenn en kostar 1000 krónur fyrir aðra.
Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.