Fréttir

Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára

Kínverskunámskeið fyrir börn 8-12 ára
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir börn á aldrinum 8-12 ára. Um er að ræða 10 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:00 – 11:15 sem hefst 2. febrúar og stendur til og með 6. apríl. Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Námskeiðsgjald er 10.000 kr. Kennari námskeiðsins er Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir, BA í kínverskum fræðum frá HÍ. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng.
Lesa meira

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.

Tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli.
Fræðsla um tengslamyndunar- og einhverfurófin, hvernig greinum við á milli. Björn Hjálmarson sér um fyrirlesturinn en hann er barna- og unglingageðlæknir á BUGL og hefur starfað þar síðan 2013. Áður en hann hóf störf á BUGL starfaði hann á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Þroska- og hegðunarstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Fræðslan hefst klukkan 18.00 þriðjudaginn 12.febrúar og er haldin í Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. Fræðslan er öllum opin, frítt er fyrir félagsmenn en kostar 2900 kr fyrir aðra.
Lesa meira

Fjölskyldustund 3.febrúar

Fjölskyldusamvera í íþróttahúsinu Lágafellslaug, Lækjarhlíð 1a, 270 Mosfellsbæ sunnudaginn 3.febrúar. Sjá nánar á korti. Hittumst í íþróttasal Lágafellslaugar með íþróttafötin í farteskinu og leikum okkur saman frá klukkan 14-15. Þátttaka kostar ekkert fyrir félagsmenn en kostar 1000 krónur fyrir aðra. Hlökkum til að sjá ykkur
Lesa meira

Svæði