Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Tengslavandi og tengslaeflandi nálgun / aðferðir foreldra
28.09.2018
Fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 11. október klukkan 20.00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11. Fyrirlesari er Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Hún starfar á göngudeild BUGL við klíniska fjölskyldumeðferð þegar barn/unglingur glímir við afleiðingar misalvarlegs tengslavanda. Einnig er hún að þjálfa og handleiða fagfólk í þessari stuðningsaðferð.
Tilgangur fræðslunnar er kynna ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði sem byggir á að auðvelda foreldrum að "skyggnast á bak við" hér og nú hegðun barnsins og ná þannig að setja hana í merkingarbært samhengi aldurs, þroska og tengslavanda. Við það aukast líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta.
Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.
Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en fyrir utanfélagsmenn kostar 2900.
Fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 11. október klukkan 20.00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11. Fyrirlesari er Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Hún starfar á göngudeild BUGL við klíniska fjölskyldumeðferð þegar barn/unglingur glímir við afleiðingar misalvarlegs tengslavanda. Einnig er hún að þjálfa og handleiða fagfólk í þessari stuðningsaðferð.
Tilgangur fræðslunnar er kynna ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði sem byggir á að auðvelda foreldrum að "skyggnast á bak við" hér og nú hegðun barnsins og ná þannig að setja hana í merkingarbært samhengi aldurs, þroska og tengslavanda. Við það aukast líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta.
Skráning er hafin á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.
Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en fyrir utanfélagsmenn kostar 2900.
Lesa meira
Stjórnarfundur 19.09.2018
19.09.2018
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrslur júní, júlí og ágúst
3. Heimsókn frá miðstjórnvaldi Tékklands
4. Úfgáfumál félagsins
5. Sex mánaða uppgjör
6. Þjónustusamningur
7. Ættleiðingar frá Sri Lanka til Íslands
8. Verklag vegna styrkbeiðna
9. Önnur mál
9.1. Reykjavíkurmaraþon
9.2.Fjölskylduhátíð Gufunesi
Lesa meira
Afgreiðsluhraði í Kína
11.09.2018
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 11. febrúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 7. febrúar til og með 11. febrúar, eða umsóknir sem bárust á 4 dögum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.