Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Lokað vegna vetrarfrís
17.10.2018
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð fimmtudaginn 18.október og föstudaginn 19.október vegna vetrarfrís í grunnskólum. Skrifstofan verður opin venju samkvæmt, mánudaginn 22.október.
Ef félagsmenn eiga brýnt erindi sem ekki þolir neina bið - er hægt að senda tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is
Lesa meira
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 9.desember
15.10.2018
Hið árlega jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, sunnudaginn 9. desember frá kl. 14 - 16.
Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr og 1450 kr fyrir börn þeirra.
Skráning hefst í lok nóvember og við hvetjum ykkur til að taka daginn frá.
Lesa meira
Stjórnarfundur 10.10.2018
10.10.2018
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Mánaðarskýrsla september
3. NAC Members Meeting 2018 - minnisblað
4. Nordic Meeting in Iceland 2019
5. Útgáfumál félagsins
6. Jólaball
7. Kínverska sendiráðið
8. Indverska sendiráðið
9. Kólumbía
10. Önnur mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.