Fréttir

Hinsegindagar.is - Nú er í vinnslu fyrsta ættleiðing hinsegin foreldra á Íslandi á barni frá öðru landi

Hinsegindagar.is - Nú er í vinnslu fyrsta ættleiðing hinsegin foreldra á Íslandi á barni frá öðru landi
Hinsegin pör hafa áður sótt um að fá að ættleiða en Íslensk ættleiðing hefur aldrei áður átt í formlegu sambandi við land sem leyfir ættleiðingar til hinsegin fólks. Við hittum Kristin Ingvarsson, framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, og spurðum hann um stöðuna í dag og hvers vegna ekkert hafi gerst fyrr en árið 2018.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Nú í nótt hittust þau Áslaug Júlía, Rúnar og Daníel Steinberg, hann Kristján Svanberg í fyrsta skipti. Fjölskyldan var orðin mjög spennt og eftirvæntingin sennilega mest hjá Daníel Steinberg sem er búinn að bíða lengi eftir því að verða stóri bróðir. Stóra stundin var svo mjög tilfinningaþrungin þegar loks kom að því að þau hittust öll. Bræðurnir voru fljótt farnir að leika og er greinilegt að þeir eiga vel saman. Forstöðukona barnaheimilisins og fóstran hans komu með hann á ættleiðingamiðstöðina og fylgdu honum í fang nýrrar fjölskyldu. Það var greinilegt að Kristján Svanberg hefur verið í góðum höndum, því hann átti erfitt með að kveðja fóstruna sem hefur séð um hann síðustu þrjú árin. Ferðin á hótelið gekk vel og hann sofnaði aðeins. Þegar á hótelið var komið sat hann í fangi móður sinnar nokkuð lengi, þar var hann öruggur í þessu nýja umhverfi. Eftir smá stund var hann tilbúinn að skoða sig aðeins um, en mjög varkár. Þegar Kristján Svanberg var búinn að skoða allt í krók og kima voru bræðurnir fljótir að komast í leik á ný og hann fór brátt að leika á alls oddi. Eftir langan og strangan dag sofnuðu þeir bræðurnir svo saman.
Lesa meira

Sumaropnun Íslenskrar ættleiðingar

Sumaropnun Íslenskrar ættleiðingar
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar mun eins og aðrir landsmenn fara í sumarleyfi til að endurhlaða rafhlöðurnar og verður því opnunartími skrifstofunnar með öðru móti en venjulega. Skrifstofan verður með skert aðgengi frá og með 6. júlí og fram yfir Verslunarmannahelgi og verður því ekki opin fyrir gangandi umferð, heldur verður hægt að panta viðtalstíma á heimasíðu félagsins og þá mun starfsfólk skrifstofu bregðast við. Eins og áður er stöðug bakvakt og mun þeim verkefnum sem þola enga bið vera sinnt.
Lesa meira

Svæði