Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Kvöldfréttir Stöðvar 2 - Brynja Dan átti þann draum heitastan að hafa uppi á móður sinni
21.10.2016
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sögu sína, en hún var ættleidd til Íslands frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Brynju hefur í áraraðir dreymt um að hafa uppi á móður sinni þar í landi og freistaði gæfunnar á dögunum.
Brynja er ein þriggja ungra, íslenskra kvenna sem voru ættleiddar til Íslands á barnsaldri, en leita nú uppruna síns með hjálp sjónvarpskonunnar Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur.
Sögur þeirra allra verða sagðar í nýjum þáttum, Leitinni að upprunanum, sem hefja göngu sína á sunnudag á Stöð 2.
Leitin ber þær meðal annars í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi og í fátækrahverfi í Sri Lanka.
Allar höfðu þessar ungu konur mjög takmarkaðar upplýsingar um forsögu sína, en auk þess eru gögnin sem þær höfðu til að leita eftir yfir þriggja áratuga gömul.
Lesa meira
Ættleiðing og upprunaleit
19.10.2016
Brynja M. Dan Gunnarsdóttir heldur erindi um hvernig er að vera ættleidd á Ísland og upprunaleit. Hún er 31 ára móðir, verkfræði-menntuð og markaðsstjóri hjá s4s. Hún hefur áhuga á að miðla reynslu sinni á því að vera ættleidd og af upprunaleit sl. sumar.
Fyrirlestur Brynju fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 27. október 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu.
Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
visir.is - Leitin að upprunanum: „Þetta er púslusplið sem vantar“
18.10.2016
„Mig langar svo að veita henni hugarró,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir, ein þriggja íslenskra kvenna sem er til umfjöllunar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hefja göngu sína á Stöð 2 um helgina. Brynja Dan á mynd af líffræðilegri móður sinni og má þar glögglega sjá hve líkar mægðurnar eru.
Í þáttunum fylgir Sigrún Ósk Kristjánsdóttir konunum þremur út í heim í leit að líffræðilegum foreldrum sínum.
„Þær voru allar ættleiddar til Íslands á sínum tíma og höfðu mjög takmarkaðar upplýsingar um sína fortíð,“ segir Sigrún Ósk.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.